is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35540

Titill: 
  • Hefur innleiðing á reikningsskilastaðli IFRS16 áhrif á virðismat fyrirtækja?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýr leigustaðall, IFRS 16 tók gildi 1. janúar 2019. Upptaka staðalsins veldur umtalsverðum breytingum á því hvernig leiga er færð í reikningsskilum allra félaga sem semja ársreikninga sína samkvæmt IFRS-stöðlum.
    Helsta breytingin við innleiðingu á IFRS 16 er sú að leigutakar þurfa eftir innleiðinguna að færa eignamegin í efnahagsreikning sinn nýtingarrétt af öllum leigueignum sem svo eru afskrifaðar yfir nýtingartíma eignarinnar. Skuldamegin í efnahagsreikninginn þarf svo að færa skuldbindingu af þessum leigusamningum og eru leigugreiðslurnar færðar í bókhald félagsins sem afborganir og greiðsla vaxta af höfuðstól skuldarinnar. Áður en IFRS 16-staðallinn var innleiddur þurfti einungis að færa fjármögnunarleigusamninga í efnahagsreikning fyrirtækja en rekstrarleigusamningar voru gjaldfærðir í rekstrarreikning þeirra. Þessi breyting hefur þau áhrif að efnahagsreikningur félaga með marga leigusamninga belgist út og EBITDA þeirra félaga hækkar.
    Markmið rannsóknarinnar var að að meta hvort innleiðing þessa staðals hafi áhrif á virðismat félaga. Viðtöl voru tekin við bæði endurskoðendur og greiningaraðila til að fá þeirra álit, ásamt því að sendur var út spurningalisti á fjármálastjóra allra íslenskra félaga sem eru á hlutabréfamarkaði. Einnig voru í þessari rannsókn virðismetin tvö félög; Festi hf. og Hagar hf. til að rannsaka hvort að innleiðing staðalsins hefði áhrif á metið virði þeirra.
    Þrátt fyrir að bókhaldsbreytingar eigi fræðilega ekki að hafa áhrif á virðismat félaga virðist innleiðing IFRS 16 engu að síður hafa slík áhrif. Innleiðing IFRS 16 varð þess valdandi að breyting varð á útkomu virðismats Festis hf. og Haga hf. Ástæðurnar virðast vera þær að fyrir innleiðingu var erfitt að átta sig á því hversu mikil skuldbinding félaga vegna leigu væri, þrátt fyrir að leiguskýring væri í ársreikningum þeirra. Enn fremur flækir innleiðing IFRS 16 gerð virðismatsins auk þess sem mikið er af matskenndum þáttum í staðlinum.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur innleiðing á reikningsskilastaðli IFRS 16 áhrif á virðismat fyrirtækja.docx.pdf763,48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing_undirrituð.pdf243,29 kBLokaðurYfirlýsingPDF