en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35542

Title: 
  • Title is in Icelandic Upplýsingatæknistefna Mosfellsbæjar. Er útvistun upplýsingatækni vænlegur kostur?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Upplýsingatækni spilar stórt hlutverk í lífi fólks og rekstri fyrirtækja og stofnana í nútímasamfélagi. Þróunin hefur verið hröð og gerir það kröfur á stofnanir að nýta sér stafrænar lausnir í rekstri sínum. Einn kostur sem fyrirtæki hafa í upplýsingatæknirekstri sínum er að útvista verkefnum. Markmið þessarar rannsóknar var að draga saman helstu atriði varðandi útvistun upplýsingatækni og kanna hvort þróun í ytra umhverfi og kröfur til sveitarfélaga hefðu áhrif á stöðu útvistunar upplýsingatækni hjá Mosfellsbæ. Notuð var eigindleg tilviksrannsókn og voru tekin fimm viðtöl við starfsmenn hjá Mosfellsbæ og öðrum sveitarfélögum. Auk þess var farið í víðtæka gagnaöflun með það að markmiði að ná utan um umhverfi sveitarfélaga og kröfur sem eru gerðar til þeirra.
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að þrátt fyrir breytingar í ytra umhverfi og þróunar stafrænnar tækni þá er útvistun upplýsingatækni komin til að vera og þykir vænlegur valkostur í rekstri upplýsingatækni hjá opinberum aðilum. Mosfellsbær útvistar miklu af sínum upplýsingatæknirekstri en er einnig með innri tölvurekstur á fræðslusviðinu. Sveitarfélagið hefur aðlagað sig að breytingum í ytra umhverfi og tekið í notkun skýjavist sem er eitt af þeim útvistunarmódelum sem hafa komið til með þróun og breytingum í tækniumhverfinu. Mikilvægt er að vanda til verka þegar er verið að útvista upplýsingatækni og taka stefnumarkandi ákvörðun um af hverju á að útvista, hverju á að útvista og í hvaða mæli.

Accepted: 
  • May 22, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35542


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Er útvistun upplýsingatækni vænlegur kostur.pdf1.08 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Lokaverkefni yfirlýsing.jpg404.99 kBLockedDeclaration of AccessJPG