Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35545
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er málstefna í þýðingum íslenskra fjölmiðla. Skoðuð verður íslensk málstefna eins og hún hefur birst okkur í gegn um tíð og tíma og athugað hvort hún stýri þýddu efni í fjölmiðlum. Horft verður fyrst og fremst á erlenda afþreyingu annars vegar og erlent fréttaefni hins vegar seinustu 30 árin með undantekningum.
Niðurstöðurnar sýna að þær hugmyndir og sú hugmyndafræði sem liggja að baki íslenskri málstefnu eru gamlar, langlífar og lífseigar og vega enn þungt við þýðingar á miðlunum. Þrátt fyrir lagaleg fyrirmæli er RÚV eini íslenski miðillinn sem er með yfirlýsta málstefnu. Morgunblaðið fylgir íslenskri málstefnu óbeint en hjá öðrum miðlum er staðan oft óljós. Mikið umrót á sér stað í heimi fjölmiðla og þ.a.l. íslenskra þýðinga.
Þeim sem þýða úr erlendum málum er hætt við því að litast af málkerfi frummáls og áhersla nýrri miðla á hraða fremur en gæði eykur enn á hættuna. Margir fagmenn eru ósáttir við málfar þessara miðla og telja vald fjölmiðlafólks yfir móðurmálinu vera ábótavant.
The topic of this thesis is language policy in translation in Icelandic media. Icelandic language policy will be examined as it has manifested through time and determined whether it directs translated media content. Foreign language entertainment and news material over the last 30 years will mainly be examined with exceptions.
Findings demonstrate that the ideas and ideology behind Icelandic language policy are age-old, steadfast and persisting and likely a factor in linguistic intuition.
RÚV is the only medium with a published language policy. Morgunblaðið indirectly follows the Icelandic language policy. Other media have an unclear policy.
Translating from a foreign language poses a threat that the final product be influenced by the source language and new media‘s focus on speed over quality can further exacerbate this impact. Many professionals are unhappy with the native language linguistic competence of media personalities.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvað á þetta að þýða - þýðingar í íslenskum fjölmiðlum Hugrún H. Stefánsd..pdf | 912.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan 20. maí 2020.pdf | 261.13 kB | Lokaður | Yfirlýsing |