is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35552

Titill: 
  • „kyssi þig í hljóði vinarkossi“: Rómantísk vinátta í bréfum Matthíasar Jochumssonar til Steingríms Thorsteinssonar og rými karla til tjáningar tilfinninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Matthías Jochumsson er einna helst þekktur fyrir skáldskap. Hann kom af fátæku fólki og þurfti því að framfleyta sér með skáldskap og í gegnum eigið tengslanet. Þegar hann sigldi til Kaupmannahafnar 1856 myndaði hann mikilvæg tengsl við aðra karla, meðal annars Steingrím Thorsteinsson og urðu þeir fljótt bestu vinir.Í ritgerðinni er skoðað það rými sem karlar höfðu til þess að tjá tilfinningar sínar á nítjándu öld og sjónum sérstaklega eint að sendibréfum. Ritgerðin tekur til greiningar 33 bréf sem skrifuð voru af Matthíasi Jochumssyni til Steingríms Thorsteinssonar á tímabilinu 27. september 1861 til 27. ágúst 1872, þegar Steingrímur bjó í Kaupmannahöfn. Leitast verður við að svara því hvort að samband Matthíasar og Steingríms hafi haft sérstöðu samanborið við önnur sambönd í lífi Matthíasar og bréfin greind út frá kenningum E. Anthony Rotundo um rómantíska vináttu ungra karla á nítjándu öld. Jafnframt verður rými karla til tjáningar tilfinninga skoðað. Samband Matthíasar og Steingríms er að mörgu leyti sérstakt og hefur án efa skipað mikilvægan sess í lífi hans. Rómantísk vinátta er einkennandi fyrir sambönd Matthíasar en samband hans við Steingrím virðist þó vera dýpra og stöðugra heldur en við marga aðra. Sérstaða sambands Matthíasar og Steingríms kristallast m.a. í því að rómantíkin hélst í sambandinu þrátt fyrir ósætti, hjónabönd og stefnubreytingar í lífi þeirra. Önnur sambönd íslenskra karla á nítjándu öld bera einnig merki rómantískrar vináttu og rómantíkin dvínar síður, ólíkt því sem Rotundo kemst að í rannsókn sinni. Karlar á nítjándu öld höfðu töluvert rými til þess að tjá tilfinningar sínar en þær voru samt sem áður bundnar við ákveðinn vettvang, s.s. innan sendibréfa og ljóða.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf318.51 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_Valgerður Hirst Baldurs.pdf719.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna