is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35557

Titill: 
  • Hvað getur skýrt háa stéttarfélagsaðild á Íslandi? Erlendur samanburður
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sérstöðu stéttarfélagsaðildar á Íslandi. Sérstakar yrðingar úr grein Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar og Þórhalls Guðlaugssonar voru notaðar til að skoða og bera saman aðild á milli landa. Yrðingarnar eru: Forgangsréttarákvæði kjarasamninga, skylda atvinnurekenda til að innheimta félagsgjöld starfsmanna, fjöldi opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði, sérstök áhersla stéttarfélaga á að ná til ungs fólks á vinnumarkaði, tenging félagsaðildar við lífeyrissjóðakerfið og gamla Ghent kerfið. Í þessari rannsókn var notast við fyrirliggjandi tilbúin gagnasöfn. Aðallega var notast við OECD gagnagrunninn en einnig var notast við gagnagrunna frá Hagstofu Íslands, Statistics Sweden, Statistics Norway, Vinnumálastofnun Bandaríkjanna, Vinnumálastofnun Bretlands og að lokum ILO, Alþjóðlegu vinnumálastofnunina. Löndin sem voru borin saman við Ísland voru Bandaríkin, Bretland og hin Norðurlöndin. Niðurstöður þessa verkefnis voru þær að sérstaða Íslands liggur í þremur þáttum. Fyrsti þátturinn snýr að tveimur mikilvægustu yrðingunum að mati Gylfa og Þórhalls þegar kemur að hárri stéttarfélagsaðild á Íslandi, þ.e. forgangsréttarákvæðis og ákvæðis um sjálfkrafa innheimtu félagsgjalda af atvinnurekendum fyrir hönd stéttarfélaga. Engin af samanburðarlöndunum voru með bæði ákvæðin inni í flest öllum sameiginlegum kjarasamningum líkt og tíðkast á Íslandi. Annar þátturinn er fólginn í góðum árangri íslenskra stéttarfélaga í að ná til ungra launþega og launþega í hlutastörfum. Öll samanburðarlöndin hafa átt erfitt með að ná til þessa fólks. Þriðji þátturinn er að mati höfundar jákvætt viðhorf og stuðningur frá íslenska ríkinu til stéttarfélaga. Fyrir utan þessar sérstöður, styður rannsóknin einnig aðrar forsendur sem Gylfi og Þórhallur nefna í sinni rannsókn. Ísland á það sameiginlegt með öðrum löndum með hærri stéttarfélagsaðild að vera með stóran opinberan vinnumarkað og gamlar undirstöður frá Ghent kerfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this study is to examine what factors are unique in Iceland that contribute to high union membership in the country. In the study, specific assertions from Gylfi Dalmann Aðalsteinsson and Þórhallur Guðlaugsson will be used to examine and compare union membership between countries. These assertions are: Closed shop agreements; Check-off system; Legal obligation for employers to deduct a portion of an employee’s wages to pay union dues; Large public sector. Trade unions have emphasized reaching young people in the labour market. Trade union membership granted union members access to the pension funds. The old Ghent system, which linked unemployment benefits to union membership. This study used data from the OECD database, but also used databases from various other sources to add data when it was missing from the OECD database. The countries that are compared to Iceland are: The United States of America, Britain, and the other Nordic countries. The results of this study suggest that trade unions in Iceland have three unique factors. The first factor is related to the first two assertions from Aðalsteinsson and Guðlaugsson, i.e. the closed shop agreement and the check-off system. None of the countries that were compared to Iceland include both systems in their collective agreements as is customary in Iceland. Another unique factor is the success of Icelandic trade unions in reaching out to young workers and part-time workers. These groups usually have the lowest trade union memberships in each country and the countries compared to Iceland in this study were no exception. The third and final factor is a positive attitude and support for the trade unions from the Icelandic government. Apart from these factors that are unique for Iceland, there are also other factors that Iceland has in common with other countries with high union membership. These factors include a large public labour market and good foundations from the old Ghent system.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing.Skemman.pdf24.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hvað getur skýrt háa stéttarfélagsaðild á Íslandi Erlendur samanburður-OddurPétursson-19.maí.pdf629.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna