is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35558

Titill: 
  • Heildrænni sýn á félagssmíði fólkstegunda: Um samþættingu veitingakenningarinnar og rótgróin félagshlutverk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður greint frá kenningum Ron Mallons og Ástu um félagssmíðaðar fólkstegundir. Lesandi spyr sig eflaust hvað fólkstegundir og félagssmíði eru. Í stuttu máli eru fólkstegundir fólkskvíar sem deila ákveðnum einkennum eða eiginleikum, til dæmis kynþættir og kyn. Þegar fyrirbæri er sagt vera félagslega smíðað er átt við að tilvera þess sé orsakað af félagslegum þáttum. Þar með halda félagssmíðshyggjukenningar því fram að fólkstegundir eins og kyn og kynþættir séu ekki náttúruleg fyrirbæri eins og margir halda, heldur séu þau félagsleg fyrirbæri og er tilvera þeirra orsökuð af félagslegum gjörðum fólks.
    Kenningin hans Mallon um rótgróin félagshlutverk sýnir fram á þau mótandi áhrif sem félagssmíðaðar fólkstegundir hafa á hegðun einstaklinga og félagsumhverfið sem þau tilheyra. Veitingakenning Ástu sýnir fram á að fólkstegundir eru félagslega smíðaðar með veitingu félagssmíðuðum eiginleikum.
    Markmið ritgerðarinnar er að athuga greinarmuninn á nálgunum þeirra og athuga hvort kenningarnar varpi heildrænni sýn á félagssmíði fólkstegunda þegar þeim er tvinnað saman. Afstaða höfundar er sú að þegar kenningar þeirra eru samtvinnaðar kemur fram skýrari og heildrænni sýn á hvað á sér stað þegar fólkstegundir eru sagðar vera félagslega smíðaðar. Höfundur vonast að lesendur sammælist honum við lok lesturs.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.Folkstegundir.KFD.pdf417.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.jpg52.62 kBLokaðurYfirlýsingJPG