is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35561

Titill: 
  • Áhrif fátæktar á nám barna: Mikilvægi forvarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það að búa við fátækt er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa og sérstaklega ekki börn. Ýmsar stofnanir og samtök hafa unnið að því að uppræta fátækt í heiminum en því markmiði hefur ekki verið náð og fjöldi barna býr enn við bágar aðstæður. Hér verður sérstaklega fjallað um áhrif fátæktar á nám barna en menntun er talin mikilvægur þáttur í velferð einstaklinga til framtíðar. Markmið ritgerðarinnar var komast að því hvaða áhrif það hefur á nám barna að búa við fátækt og skoða birtingarmyndir og afleiðingar. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða áhrif hefur fátækt á nám barna? Hvað er hægt að gera til þess að bæta líf þessara barna og vinna gegn áhrifum fátæktar? Hvað getur skólinn gert þegar grunur er um að barn búi við fátækt? Er eitthvað verklag til staðar?
    Heildarniðurstöður ritgerðarinnar sýna að fátækt getur haft áhrif á nám barna. Börn sem búa við fátækt eru meðal annars verr í stakk búin til að hefja skólagöngu og munur er á frammistöðu nemenda frá tekjulægri og tekjuhærri heimilum. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að hverfa frá námi og til þess að glíma við vandamál síðar á ævinni. Niðurstöður könnunar höfundar sýna að meirihluti svarenda höfðu orðið varir við fátækt eða skort í skólanum sem þeir starfa hjá en það virðist ólíkt eftir skólum hvort verklag sé skráð þegar grunur er um skort eða fátækt nemenda. Margt er hægt að gera til þess að grípa inn í og vinna gegn neikvæðum áhrifum fátæktar. Þar má til dæmis nefna snemmtæka íhlutun og breytingar innan skólakerfisins til dæmis með því að auka fagþekkingu. Mikilvægt er að vekja athygli á málefninu og vinna að því að uppræta fátækt barna hér á Íslandi þar sem við höfum alla burði til þess. Þess er vænst að niðurstöðurnar geti nýst við frekari stefnumótun í málefnum þeirra sem búa við fátækt.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - María Benediktsdóttir.pdf463.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - María Benediktsdóttir.pdf226.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF