Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35567
Ritgerð þessi er byggð á rannsókn sem gerð var á upplifun íslenskra kvenna, sem eiga ættir að rekja til Mið-Austurlanda, af fordómum á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á fordóma í íslensku samfélagi og sýna tengsl fordóma og þjóðernis við sjálfsmyndir. Rannsóknin byggist á einstaklingsviðtölum þar sem unnið var með þrjú þemu, þ.e. fordóma, sjálfsmyndir og hvað það er að vera Íslendingur. Viðtölin voru þau greind með hjálp greiningarforrits, þar sem grunduð kenning var notuð til að finna undirþemu sem hægt er að skipta upp í a) fáfræði og neikvæða forvitni, b) vonda menn og kúgaðar konur, c) uppgang öfgahópa, d) íslenskt mál og erlend nöfn og e) skörun sjálfsmyndar. Niðurstöður rannsókninnar sýna að fordómarnir birtast oft í íslamófóbískum staðalímyndum um múslimskar konur, en þær greindu frá því að upplifa fordóma og neikvæða forvitni yfir uppruna sínum, ásamt ótta um uppgang öfga hægriafla og efasemda um eigin sjálfsmynd. Þó sýndu niðurstöður einnig ákveðinn viðsnúning hjá konunum þegar þær urðu eldri, sem fóru í auknum mæli að fagna eigin fjölbreytileika og hætta að líta á hann sem ósamræmanlegan íslensku þjóðerni.
This thesis is based on a study of the experiences of Icelandic women with Middle Eastern backgrounds, of prejudice in Icelandic society. The purpose of this research is to shed light on different forms of prejudice in Icelandic society as well as how prejudice and nationalism have effects on self-identity. The thesis is based on individual interviews with three themes, which were prejudice, identity and what it is to be an Icelander. The interviews were analyzed using a qualitative data analysis program, where grounded theory was used to find sub-themes which can be devided into a) ignorance and negative curiosity, b) evil men and oppressed women, c) the rise of extremist groups, d) Icelandic language and foreign names and e) intersecting identities. The results of the study indicate that prejudices often appear in Islamophobic stereotypes about Muslim women, but the research subjects reported experiencing prejudice and negative curiosity about their origins, fearing the rise of extremist right wing groups as well as feeling insecure in their identities. However, the results also showed a certain turnaround in their identities as they grew older, when they started celebrating their own diversity and stopped seeing it as incompatible with their Icelandic identity.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Miriam Meistararitgerð 2020.pdf | 927.27 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing Miriam.pdf | 112.81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |