is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35569

Titill: 
  • Það gerist aldrei neitt gáfulegt eftir miðnætti. Rannsókn á íslenska næturhagkerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskt næturhagkerfi er að mestu órannsakað fyrirbæri og um það finnast nánast engin haldbær gögn. Þrátt fyrir það, þrífst hér líflegt og skemmtilegt næturhagkerfi og möguleikar þess eru fjölmargir. Með verkefni þessu leitaðist höfundur eftir því að greina einkenni næturhagkerfisins og fanga upplifun og reynslu rekstrar- og framkvæmdaraðila af stöðu hins íslenska næturhagkerfis, ásamt því að kanna hvort að í umhverfi þess leyndust lausnir eða tækifæri.
    Til að útskýra næturhagkerfið var farið gróflega yfir sögu þess og þróun á erlendum vettvangi og í kjölfarið var framkvæmd eigindleg rannsókn á viðfangsefninu. Gagnaöflun fór fram í formi tíu hálfstaðlaðra viðtala við sérfræðinga innan næturhagkerfisins, sem valdir voru að handahófi stöðu sinnar vegna, með það að markmiði að fanga reynslu einstaklinga með ólíka aðkomu að því. Viðtalsgögn voru greind eftir opinni kóðun þannig fanga mætti rauðan þráð frásagna viðmælenda og draga upp raunsanna mynd af stöðu næturhagkerfisins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að óskilvirkar boðleiðir innan hins opinbera valdi tortryggni á meðal rekstrar- og framkvæmdaraðila í garð hins opinbera og dragi úr löngun og vilja þeirra til nýsköpunar í næturhagkerfinu en rekstrar- og framkvæmdaraðilar töldu ríka þörf á því að finna lausn á samskiptavandamálum sínum við hið opinbera. Einnig benda niðurstöður til þess að samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, SAF og Lögreglunnar- og Slökkviliðsins á Höfuðborgarsvæðinu virki ekki sem skyldi.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing skönnuð.jpeg617.71 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MIJ Næturhagkerfið.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna