en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3557

Title: 
  • Title is in Icelandic Hagkvæmni barnabóta
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Barnabætur og niðurgreidd þjónusta vegna barna eru útgjaldaliðir hins opinbera hér á landi. Barnabótum er ætlað að auðvelda barnafólki að veita börnum sínum þau grundvallaratriði sem þau þurfa og jafna þannig aðstöðumun barna og unglinga. En skila þessar greiðslur tilætluðum árangri og eru þessar greiðslur hagkvæmar fyrir börnin sjálf og fyrir þjófélagið í heild? Hér að neðan fer fram kenningarleg umfjöllun um þetta efni. Börn eru ekki fær um að ráðstafa barnabótunum sjálf og því er foreldrum þeirra ætlað að hámarka nytjar fyrir þau. Þar sem einstaklingi er ekki kleift að hámarka nytjar fyrir annan einstakling á þann hátt að sá síðarnefndi sé staddur á hæstu mögulegu jafngildiskúrfu, þá er foreldrum ekki heldur kleift að hámarka nytjar fyrir börnin sín á þann hátt. Börn lenda því í hámarkspunkti sem er ekki á hæstu mögulegu jafngildiskúrfu. Ekki er tryggt að börn fái að njóta aukinna gæða þrátt fyrir greiðslu barnabóta þar sem það fer eftir jafngildisferlum foreldranna hvernig aukin neysla skiptist á milli foreldra og barna. Þjónustustyrkir gera það hins vegar að verkum að lágmarksneysla fyrir börn er tryggð. Foreldrum eru aftur á móti sett mörk þar sem brot verður á tekjubandi þeirra og hluti af tekjubandinu er því ekki möguleg neysla fyrir þá. Einnig var gerð rannsókn með tölfræðilegum aðferðum sem var að mestu framkvæmd með hugbúnuðunum Excel og Gretl. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós jákvæð tengsl til skamms tíma á milli barnabóta og hagvaxtar og neikvæð tengsl á milli niðurgreiddrar þjónustu vegna barna og hagvaxtar. Til langs tíma gæti niðurstaðan orðið önnur þar sem góð fjárfesting í börnum í nútímanum getur valdið auknum hagvexti í framtíðinni.

Accepted: 
  • Sep 20, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3557


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSpalinaloka19sept_fixed.pdf654.27 kBOpenHeildartextiPDFView/Open