Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35572
Ritgerð þessi er fræðileg samantekt um hvaða áhrif vímuefnaröskun hefur á fjölskyldur með áherslu á ungmenni sem neyta vímuefna. Áhersla er lögð á að skoða hvaða áhrif þetta hefur á hvern og einn fjölskyldumeðlim. Einnig verður fjallað ítarlega um þrjú úrræði sem eru í boði fyrir foreldra þeirra ungmenna sem eru í vímuefnaneyslu. Þessi úrræði sem fjallað er um eru Foreldrahús, SÁÁ og fjölkerfameðferðin MST. Þessi heimildaritgerð er verkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Rannsóknir hafa sýnt fram á það að ef tengsl innan fjölskyldunnar eru slæm eða veik þá er talið að allt fjölskyldukerfið sé veikt. Segja má að ef einn einstaklingur innan fjölskyldunnar veikist eða líður illa þá finni öll fjölskyldan fyrir því (Beckett og Taylor, 2010). Vímuefnaröskun hefur áhrif á alla í fjölskyldunni og hafa rannsóknir sýnt sterk tengsl á milli fíknar og truflunar á fjölskyldusamböndum. Þetta ástand getur haft andleg, sálræn og líkamleg áhrif á alla fjölskylduna (Jóna Ólafsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir og Orjasniemi T, 2018).
Helstu niðurstöður sýna fram á það að vímuefnaröskun hefur áhrif á alla fjölskyldumeðlimi, en þó mismunandi áhrif á hvern og einn. Við vinnslu við þessarar heimildaritgerðar var notast við fræðilegar heimildir og bækur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lkf2_LindaKatrín_BA-RITGERD..pdf | 434,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing1.pdf | 135,23 kB | Lokaður | Yfirlýsing |