is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35575

Titill: 
  • Börn vímuefnaneytenda. Áföll og afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áföll í æsku geta haft áhrif á líf einstaklinga síðar á ævinni. Áföll af ýmsum toga, skulu vera tekin til greina, þar sem þau geta verið eins ólík og upplifun fólks er af þeim. Tilgangur þessarar ritgerðar er að leita svara við eftirfarandi spurningum (a) Eru börn forledra með vímuefnaröskun í meiri áhættu, en önnur börn, að verða fyrir áföllum? (b) Ef svo er, hver eru áföllin og mögulegar afleiðingar þeirra? Við svörun rannsóknarspurninganna er stuðst við kenningar, aðrar rannsóknir og ritrýnt efni tengd áföllum, fjölskyldum og tengslum. Fjölskyldukerfiskenningin og vistfræðikenningin voru skoðaðar til að meta dínamík í fjölskyldum til að meta áhrif vímuefnaröskunar á fjölskylduna í heild og þá sérstaklega börn vímuefnaneytenda. Farið var ítarlega yfir ACE rannsóknina og niðurstöður hennar, þar sem rannsökuð voru tengsl milli skaðlegra upplifana í barnæsku og heilsufarsvandamála seinna á lífsleiðinni. Farið verður yfir hlutverk félagsráðgjafa tengdum forvörnum í áfalla- og vímuefnamálum. Álykta má að börn sem búa við vímuefnaröskun foreldra, séu líklegri að verða fyrir áföllum samanborið við börn sem búa með foreldrum sem ekki eru með vímuefnaröskun. Samkvæmt þeim gögnum sem fjallað er um, verða börn frekar fyrir, eða vitna, ofbeldi af hendi foreldra sinna ásamt því að verða vanrækt vegna vímuefnafröskunar foreldra sinna.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðdísJónatansdóttir_Lokaskil_21.05.2020.pdf557.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing Guðdís Jónatansdóttir.pdf379.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF