Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35577
Ritgerðin fjallar um frjáls félagasamtök, sjálfboðastarfsemi og góðgerðaverkefni Team Rynkeby. Markmið ritgerðarinnar er að kynna uppbyggingu frjálsra félagasamtaka og tengja hana við góðgerðaverkefni Team Rynkeby. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunni Hvað mótar ákvörðun einstaklinga til að taka þátt í sjálfboðastarfi líkt og Team Rynkeby?
Stuðst er við íslenskar og erlendar rannsóknir á viðfangsefninu og þær tengdar við hvatavirkniskenninguna og kenningar um félagsauð. Samkvæmt rannsóknum hafa einstaklingsbundnir sálrænir og félagslegir þættir mikil áhrif á ákvörðun einstaklinga að sinna sjálfboðastarfi. Starfsemi góðgerðaverkefnis Team Rynkeby er kynnt með rituðum texta og upplýsingaviðtölum við sex sjálfboðaliða verkefnisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
reg12_BAritgerd_Ragnheiður Eva.pdf | 479.92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Skemman_Ragnheiður.pdf | 453.66 kB | Lokaður | Yfirlýsing |