is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35578

Titill: 
  • Af kynslóðum og kynslóðarannsóknum: Hugmyndasaga kynslóðarannsókna og birtingarmynd kynslóða á tímum hnattvæðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eflaust má leiða að því líkur að flestir kannist við að hafa verið þátttakandi eða áheyrandi í umræðu um kynslóðir. Það er í það minnsta ekki óalgengt að hnjóta um umræðu sem tengist kynslóðum og málefnum þeirra með einum eða öðrum hætti. Áhuginn er einkum tvíþættur, annvegar almenns eðlis og hins vegar fræðilegs. Á fyrri hluta 20. aldar setti þýski félagsfræðingurinn Karl Mannheim fram kenningu í kringum hugmyndir hans um gildi og vægi kynslóða hefur hlotið aukið vægi innan fræðasamfélags félagsvísindanna eftir því sem liðið hefur á öldina og fram á öldina sem nú gengur sitt skeið. Rannsóknir á kynslóðum hafa tekið ákveðnum grundvallarbreytingum í takt við miklar samfélagsbreytingar frá því Mannheim setti kenningu sína fram. Markmið þessarar ritgerðar er að beina sjónum að umræddu kenningarkerfi og enn fremur þeirri hugmyndasögu sem mótast hefur í kringum kynslóðarannsóknir á undanförnum áratugum. Kastljósinu verður beint að ólíkum túlkunum og kenningum fræðimanna auk þess sem sjónum verður beint að þeim hugmyndum sem almenningur hefur um kynslóðir. Í því tilliti verður umræðan um X-kynslóðina svokölluðu og sú orðræða sem einkenndi hana hafðar til hliðsjónar við vinnslu þessa verkefnis.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af kynslóðum og kynslóðarannsóknum_B.A. lokaverkefni.pdf330.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf447.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF