is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3558

Titill: 
  • Úrræði fyrir afbrotamenn með áfengis- og vímuefnavanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að skoða hvort áfengis- og vímuefnaneysla einstaklinga héldist í hendur við afbrot þeirra og hvaða möguleikar væru fyrir hendi að taka út dóma í áfengis- og vímuefnameðferð. Einnig var athugað hvort munur væri á þeim sem voru að taka út dóma annarsvegar og öðrum sem voru frjálsir menn í meðferðinni hinsvegar. Stuðst var við stimplunarkenninguna til að útskýra afbrotahegðun.
    Ritaðra heimilda var aflað sem og tekin voru fjögur eigindleg viðtöl við þá sem sjá um meðferðirnar þar sem föngum var boðið að taka út refsingu sína.
    Í ljós kom að áfengis- og vímuefnaneysla einstaklinga væri líkleg til að haldast í hendur við afbrot þeirra, og samkvæmt meðferðarfulltrúum stóð öllum föngum til boða að sækja um að taka út refsingu sína í meðferð. Það sem virtist skilja fanga frá öðrum var að þá skorti frekar heiðarleika og að geta treyst öðrum, svo sem meðferðarfulltrúum sínum.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skjali_fixed.pdf549.66 kBLokaðurHeildartextiPDF