is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35580

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar: Helstu áskoranir og sóknarfæri
  • Titill er á ensku Inclusive Education
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grunnskólinn skiptir miklu máli í lífi barna. Á þeim tíma eru börn að taka út mikilvægan þroska, bæði líkamlegan og félagslegan. Í skólanum geta þau einnig eignast vini til framtíðar ef vel gengur. Ef börn ná ekki fótfestu eða góðu taumhaldi á námi eru meiri líkur á að þau haldi ekki áfram námi að loknum grunnskóla og eigi erfiðara með að finna sig í samfélaginu til lengri tíma litið. Við þær aðstæður eru börn í meiri hættu á að þróa með sér ýmis konar sálfélagslegan vanda sem getur haft alvarleg áhrif á líf þeirra og nánustu fjölskyldu, auk kostnaðar fyrir samfélagið. Samkvæmt lögum ber öllum börnum á skólaskyldualdri að sækja grunnskóla. Skólinn hefur ýmsum skyldum að gegna hvað varðar velferð nemenda, svo sem að tryggja að öllum börnum geti liðið vel þar og náð að þroskast og finna sína styrkleika og hæfileika. Góður skóli sem stendur undir væntingum býr til góða nemendur sem munu að lokum verða góðir einstaklingar sem búa til gott samfélag.
    Markmið þessarar ritgerðar var að kanna helstu áskoranir sem grunnskólinn stendur frammi fyrir við að uppfylla það stóra velferðarhlutverk sem hann á að sinna samkvæmt lögum og ríkjandi skólastefnu um skóla án aðgreiningar. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hverjar eru helstu áskoranirnar sem grunnskólinn stendur frammi fyrir við að mæta þörfum allra nemenda?
    Í ljósi þess mikilvæga hlutverks sem grunnskólinn hefur í þroska og velferð barna er mikilvægt að hann geti brugðist við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Heildarniðurstöður ritgerðarinna sýna að skóli án aðgreiningar nær ekki að uppfylla þær kröfur sem lög og reglugerðir segja til um. Aukið álag er á kennara og starfsfólk grunnskóla vegna erfiðra mála sem krefjast sérþekkingar. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að fjölga þurfi fagfólki innan skólanna ásamt því að efla þverfaglegt kerfasamstarf á milli skóla, félags- og heilbrigðisstofnana. Slíkt fyrirkomulag gæti leitt til aukinnar hagræðingar og skilvirkni í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Þess er vænst að niðurstöðurnar geti nýst við frekari stefnumótun á sviðinu og mótun nýrra lausna sem geta stuðlað að raunverulegri velferð og vellíðan allra nemenda ásamt því að draga úr álagi á kennara og brotthvarfi nemenda úr námi.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf849,91 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_Magnea K. Ómarsdóttir_Helstu áskoranir og sóknarfæri .pdf516,67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna