is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35588

Titill: 
  • Með óráð á heilanum! Óráð aldraðra: áhættuþættir, einkenni og fyrirbygging í tengslum við opnar ósæðar aðgerðir
  • Titill er á ensku With delirium on the brain! Elderly delirium: risk factors, symptoms and prevention associated with open aortic surgery
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Óráð er algengur fylgikvilli eftir stórar aðgerðir eins og aðgerð á ósæðargúl í kviðarholi (abdominal aortic aneurysm, AAA). Aldraðir eru í stórum áhættuhóp fyrir að fá óráð eftir slíkar aðgerðir og getur það haft lífsskerðandi áhrif og/eða haft áhrif á lífshorfur viðkomandi
    Markmið: Markmið þessarar kerfisbundnu fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á áhættuþætti og einkenni óráðs meðal aldraðra eftir opnar ósæðaraðgerðir. Jafnframt hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir og meðferðir gagnast gegn óráði.
    Aðferð: PICOT var notað við þróun rannsóknaspurninga. Gerð var kerfisbundin leit að rannsóknar greinum frá desember 2019 til mars 2020 og voru greinarnar fundnar í gegnum PubMed og Google Scholar með fyrirfram ákveðnum leitar orðum og síum. Niðurstöður leitar í gegnum PubMed voru settar inn í PRISMA flæðirit og gæði rannsókna voru metin samkvæmt gæðamatslista Joanna Briggs.
    Niðurstöður: Sex rannsóknargreinar fundust með leit í gegnum PubMed sem allar voru í góðum eða miðlungs gæðum samkvæmt Joanna Briggs og tvær rannsóknargreinar fundust með leitarvélinni Google Scholar. Þessar rannsóknir voru allar um óráð, aðgerð vegna AAA og/eða um matstæki sem notuð eru til að greina óráð. Sex af átta greinum töluðu um hækkandi aldur sem mikinn áhættuþátt fyrir óráð. Blóðtap yfir 1500 mL á meðan aðgerð stóð var einnig stór áhættuþáttur í tengslum við stórar aðgerðir ásamt því að verkir eftir aðgerð og miklar breytingar á vökvajafnvægi í aðgerðinni sjálfri og einnig getur vitsmunageta fyrir aðgerð haft áhrif á tilkomu óráðs eftir aðgerð.
    Ályktun: Aldraðir einstaklingar útskrifast eftir AAA í umtalsverðum mæli með dulið og blandað óráð. Slíkt er ekki einskorðað við Ísland heldur gerist á heimsvísu. Mikilvægt er að efla vitundarvakningu og þekkingu hjúkrunarfræðinga á óráði svo unnt sé með markvissum hætti að fyrirbyggja og greina óráð á sjúkradeildum.
    Lykilorð: óráð, ósæðargúll í kviðarholi,, óráð eftir aðgerð, aldraðir, matstæki, skurðaðgerð

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Post-operative delirium is a common complication after Abdominal Aortic Aneurysm surgeries (AAA). The elderly are a high risk group to suffer from delirium after such operations, which can affect quality of life and/or their life expectancy.
    Objectives: The objective of this systematic literature review is to shed a light on post-operative delirium, the risk factors and symptoms among the elderly who undergo open aortic surgeries. Also which preventive measures and treatments are effective to treat delirium.
    Method: The PICOT method to develop theoretical questions. A systematic theoretical summary approach was used and a search for a research was executed from December 2019 to March of 2020 and the majority of studies used in this paper were found on PubMed with pre-determined keywords and filters. The results of the search on PubMed were registered in PRISMA flow chart and the quality of the research was determined through the quality evaluation list Joanna Briggs.
    Results: Six research papers were found with PubMed search and all of them were evaluated to be of good or fair quality according to Joanna Briggs evaluation list of quality and the other two were acquired with Google Scholar search engine. All of them were studies about post-operative delirium, AAA and/or tools to diagnose delirium. Six studies out of eight talked about the elderly being a high-risk group for post-operative delirium. Also, a blood loss over 1500ml intraoperatively, post-operative pain, fluid imbalance and cognitive impairment was considered to be major risk factors for post-operative delirium.
    Conclusion: Patients are currently getting discharged after AAA with silent and/or mixed delirium. This is not just happening in Iceland but in other countries as well. Therefore it is significant to increase knowledge and raise awareness among nurses about delirium so they can systematically prevent and diagnose delirium at hospital wards.
    Keywords: Delirium, Abdominal Aortic Aneurysm, post-operative delirium, elderly, assessment tool, surgery

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerðin.pdf522.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_um_medferd_lokaverkefna.pdf4.08 MBLokaðurYfirlýsingPDF