is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35589

Titill: 
  • IFRS 17: Nýtt og endurbætt sjónarhorn á vátryggingasamninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar eru reglur sem snúast um það hvernig félög eiga að birta fjárhagsupplýsingar. Upptaka á stöðlunum er orðin mjög víðtæk og eru þeir gefnir út af fjórtán manna nefnd sem ber nafnið alþjóðlega reikningsskilaráðið (IASB).
    IFRS 17 er reikningsskilastaðall um vátryggingarsamninga sem birtur var í fyrsta skiptið í maí árið 2017 og tekur við af eldri staðli undir nafninu IFRS 4. IFRS 17 kynnir nýtt líkan sem notað verður við mat á vátryggingarsamningum. Líkanið felur í sér reglur við að meta bókfært verð á vátryggingarsamningum og hvernig skuli greina frá tekjur af þeim með sem réttasta hætti.
    Upphafið á verkefninu var árið 1997 og endaði með birtingu á IFRS 17 árið 2017 sem markar tuttugu ár síðan að verkefni um gerð á einum alhliða reikningsskilastaðli fyrir vátryggingasamninga hófst. Til viðbótar hefur innleiðingin eftir birtingu tekið langan tíma þar sem IASB hefur þurft að veita frest tvisvar og er markmiðið í dag að staðallinn verði innleiddur í seinasta lagi þann 1. janúar árið 2023.
    Með ritgerðinni verður útskýrt helstu atriðin við IFRS 17 og áhrifin sem staðallinn mun hafa á reikningsskil félaga við upptöku. Eftir það verður gert grein fyrir því hvað nýi staðalinn er mikil breyting á hugarfari miðað við IFRS 4 og þolinmæðin sem IASB hefur sýnt við innleiðinguna er mikilvæg fyrir félög sem eru að undirbúa sig fyrir upptöku á staðlinum.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agnar Smári Kristjánsson_IFRS 17_BSc.pdf372,5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf125,9 kBLokaðurYfirlýsingPDF