is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3559

Titill: 
 • Áhrif Evrópusamstarfs á íslensk lyfjamál
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér er fjallað um samstarf við Evrópusambandið (ESB) um lyfjamál á grundvelli
  samningsins um Evópska efnahagssvæðið (EES). Athugað er hvort samstarfið
  skili árangri og hvort hagkvæmast sé fyrir Ísland að halda óbreyttu ástandi þ.e.
  taka einungis þátt í ESB samstarfi á grundvelli EES samningsins eða hvort
  samningurinn sé ef til vill ekki fullnægjandi lausn þegar til lengri tíma er litið.
  Umfjöllun um lyfjamál hjá Lyfjastofnun og heilbrigðisráðuneyti er órjúfanlegur
  hluti íslenskrar stjórnsýslu og er hér leitast við að bregða upp grófri heildarmynd
  af samstarfi Íslands við ESB á grundvelli EFTA/EES samninga, en megin áhersla
  lögð á þá þætti sem snerta lyfjamál.
  Athugað er hvort kenning Peters Katzensteins um þvingunaráhrif Evrópusamruna
  samræmist reynslu af Evrópusamstarfi um lyfjamál. Samkvæmt þeirri kenningu
  eru smáríki þeim mun betur sett og finna minna fyrir þvingunum vegna
  Evrópusamruna eftir því sem þátttaka þeirra í Evrópusamstarfi er meiri.
  Þátttaka Íslands í ESB samstarfi um lyfjamál hefur leitt til betra aðgengis að
  nýjum og öflugum lyfjum og aukins upplýsingaréttar almennings um lyf.
  Samstarfið hefur einnig haft áhrif á íslenska stjórnsýslu, stuðlað að auknu
  sjálfstæði embættismanna og sennilega dregið úr álagi á íslenska stjórnsýslu,
  þegar á allt er litið. Ekki er unnt að halda því fram að Ísland hafi beinlínis fundið
  fyrir þvingunum án samstarfs við ESB. Fremur má telja að Ísland og Noregur hafi
  verið nokkuð afskipt og einangruð eftir að hin Norðurlöndin gengu í ESB og það
  eru vissulega takmarkandi þættir. Samstarf við ESB um lyfjamál hefur opnað
  ýmsa möguleika fyrir Ísland og orðið til hagsbóta. Full aðild að ESB myndi gera
  það í enn ríkari mæli.

Samþykkt: 
 • 21.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf862.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-1-signed.pdf54.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF