is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35590

Titill: 
  • Handleiðsla og vellíðan í starfi: Mikilvægi handleiðslu til að stuðla að starfsánægju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vellíðan í starfi er mikilvægur þáttur fyrir flesta einstaklinga og starfsfólki sem líður vel í starfi sínu upplifa almennt meiri lífsánægju. Hins vegar geta komið upp erfiðleikar í starfi og mikilvægt er að starfsmenn geti tekist á við þessa erfiðleika á gagnlegan hátt til þess að koma í veg fyrir starfstengda streitu og kulnun. Handleiðsla er bjargráð sem hefur reynst mikilvægt til þess að hjálpa starfsfólki að meðal annars ná tökum á erfiðleikum í starfi. Ritgerð þessi er fræðileg úttekt og markmið hennar var að kanna hvað einkennir starfsánægju, hvernig má viðhalda henni með handleiðslu og um leið koma í veg fyrir streitu. Rannsóknir sýna að jákvæð tilfinning sem starfsmenn finna gagnvart starfi sínu og þeir starfsmenn sem finna fyrir starfsánægju leggja meira á sig og standa sig betur í vinnu. Þeir þættir sem efla starfsánægju eru meðal annars umbun, viðurkenning, öryggi og hvatning. Streita hefur neikvæð áhrif á starfsánægju og er starfsfólk í umönnunarstörfum líklegri til þess að finna fyrir streitu í starfi. Einnig eiga þeir í meiri hættu á að finna fyrir einkennum kulnunar sem getur verið afleiðing streitu. Notkun bjargráða eins og stuðningur á vinnustað og handleiðsla, hefur reynst hvað vænlegast til þess að takast á við einkenni streitu og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Handleiðsla hjálpar starfsmönnum að takast á við erfiðar kröfur á vinnustað, hjálpar þeim að vinna á gagnlegan hátt og bætir líðan starfsmanna. Niðurstöður ritgerðarinnar sýndu að streita og kulnun er algeng á meðal starfsmanna í umönnunarstörfum, svo sem félagsráðgjafa. Notkun bjargráða hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. Stuðningur á vinnustað og handleiðsla í starfi reyndust hafa hvað mest áhrif á ánægju og vellíðan í starfi.
    Handleiðsla er áhrifarík til þess að koma í veg fyrir streitu í starfi og afleiðingar hennar. Með frekari rannsóknum á orsökum streitu í starfi, handleiðslu og nýtingu hennar, væri hægt að þróa skilvirkt eftirlitskerfi sem hægt væri að nota til þess að draga úr vinnutengdri streitu og koma í veg fyrir kulnun í starfi. Væri þetta kerfi hentugt fyrir alla starfsmenn.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heidrun_Osk-BA_ritgerd-lokaskjal-PDF.pdf432.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heidrun_Osk-Skemman_yfirlysing-utfyllt.pdf136.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF