is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35591

Titill: 
 • Jákvæð inngrip á vinnustað. Vellíðan í lífi og starfi. Áhrif fyrirlestra um jákvæða sálfræði á vellíðan.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hamingja og vellíðan fólks er stór þáttur bæði í einkalífi og starfi. Eitt af því sem getur aukið vellíðan fólks eru jákvæð inngrip sem eru margvíslegar aðferðir er miða að því að bera kennsl á, þróa og víkka mannlega styrkleika og styrkleika hópa og skipulagsheilda.
  Markmið þessarar rannsóknar var að skoða möguleg áhrif jákvæðra inngripa á vinnustað á vellíðan fólks. Haldin var fyrirlestrarröð með fræðslu um jákvæða sálfræði og kynntar ýmsar aðferðir sem gætu haft áhrif á vellíðan starfsmanna í lífi og starfi ef þeir myndu tileinka sér eitthvað af þeim. Settar eru fram tvær tilgátur: Fræðsla um aðferðir jákvæðra sálfræði eykur vellíðan starfsmanna og fræðsla um aðferðir jákvæðra sálfræði eykur vellíðan starfsmanna meira en hjá samanburðarhópi sem ekki hlýtur fræðslu.
  Farið er yfir fræðilega umfjöllun um jákvæða sálfræði, jákvæða forystu, jákvæðar skipulagsheildir og jákvæð inngrip á vinnustað. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og spurningalisti til að mæla vellíðan og hamingju var lagður fyrir starfsmenn Íslandsbanka sem sátu fyrirlestraröð um jákvæða sálfræði í apríl 2018. Spurningarlistinn var lagður fyrir í upphafi fyrirlestrarraðarinnar og svo aftur í lokin. Þátttakendur fundu síðan aðila í samanburðarhóp. Áreiðanleiki mælitækisins var 0,96 alpha.
  Helstu niðurstöður voru þær að vellíðan þeirra starfsmenna sem sátu fyrirlestraröðina jókst en líðan samanburðarhópsins stóð í stað. Einnig mældist vellíðan þeirri sem sátu fyrirlestrana hærri en samanburðarhópsins. Niðurstöður benda til að jákvæð inngrip á vinnustöðum geti bætt líðan starfsfólks. Þannig stóðust báðar tilgáturnar sem voru settar fram. Niðurstöður benda til að jákvæð inngrip á vinnustað geti haft góð áhrif á starfsmenn, hópa og skipulagsheildir.

 • Útdráttur er á ensku

  Happiness and well-being is a big part of everyones live, both at work and home. Positive interventions can increase well-being and there are various methods that aim at recognizing, developing and broadening human strenghts and the strengths of groups and organizations.
  The goal of this study was to evaluate the possible effect of positive psychology interventions in organizations on well-being. A series of lectures was held on the subject of positive psychology. The attendees were introduced to various methods that, if used, could effect well-being in life and at the workplace. Two hypotheses are studied. The first on is that training people on the methods of positive psychology increases the well-being in the workplace and the other is that training people on the methods of of positive psychology increases the well-being of people in the workplace more than a control group. Theoretical discussion of positive psychology, positive leadership, positive organizations and positive interventions in the workplace is reviewed.
  This study is based on quantitative research methods. The participants who were staff members of Íslandsbanki attended lectures on positive psychology in April 2018. They answered a questionaire to evaluate their well-being and happiness both before and after the lectures. Each participant appointed one person for a control group. The reliability of the inventory was 0,96 alpha
  The research indicates increased well-being of the people that attended the series of lectures but the wellbeing of the control group remained unchanged. The well-being of the ones that attended the series of lectures was also higher then the well-being of the control group. The results of the research indicate that positive interventions in the workplace can increase well-being in the workplace. Thus, both of the hypotheses were supported. The results indicate that positive interventions in the workplace can have a good impact on employees, groups and organizations.

Samþykkt: 
 • 22.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35591


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jákvæð inngrip á vinnustað.pdf833.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman lokaverkefni IBÓ.pdf74.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF