is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35594

Titill: 
  • Áhrif skilnaðar á börn: Er líklegt að barn missi tengsl við annað foreldri við skilnað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið er að þriðja hvert hjónaband endi með lögskilnaði á Íslandi. Skilnaður foreldra getur haft gríðarleg áhrif á fjölskylduna sem heild þar sem undanfari skilnaðar einkennist oft á tíðum af mikilli spennu og álagi í samskiptum á milli foreldra. Eftir skilnað skipta samskipti foreldra gríðalega miklu máli og hefur visst forspágildi um áhrif skilnaðar á börn. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort að skilnaður foreldra hafi áhrif á tengslamyndun á milli barna og foreldra í kjölfarið og skoða hver réttur barna er til þess að viðhalda slíkum tengslum eftir skilnað foreldra sinna. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að samskipti milli foreldra við og eftir skilnað skipta gríðalegu miklu máli fyrir tengslahegðun barna. Séu foreldrar í slæmum samskiptum þá kemur það oft niður á réttindum barna, sem snýr meðal annars að umgengni og búsetu. Börn sem búa við jafna búsetu koma best út hvað varðar áframhaldandi tengsl við foreldra sína en ekki er gott fyrir barn að búa við jafna búsetu sé foreldra samvinna slæm. Þegar umgengni barna er lítil við annað foreldrið þá kemur það niður á tengslamyndun þeirra á milli. Það sama gildir um tengsl við föðurfjölskylduna, eins og ömmu og afa. Slíkur tengslamissir hefur áhrif á fjölskylduauð barna þar sem hann skerðist við minni tengsl.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hla18_HallaLínberg_BAritgerð.docx.pdf895.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg1.9 MBLokaðurYfirlýsingJPG