is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35596

Titill: 
  • Hvíldu þig í hvömmunum þar sem hvönnin vex. Um hv-framburð í Austur-Skaftafellssýslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem hafði að markmiði að kanna hv-framburð 63 einstaklinga sem voru fæddir og uppaldir í Austur-Skaftafellssýslu og athuga hvort ólíkar rannsóknaraðferðir gefi ólíkar niðurstöður. Einstaklingarnir voru þátttakendur Rannsóknar á íslensku nútímamáli, RÍN, á níunda áratug síðustu aldar. Í þeirri rannsókn voru tvær aðferðir notaðar til þess að kanna framburð, og leitast var eftir að finna aðferð sem gæfi sem eðlilegastan framburð málhafa. Meðal annars var litið til rannsóknaraðferða sem Björn Guðfinnsson notaði í sínum rannsóknum á fjórða áratug síðustu aldar og var ákveðið að nota svokallaða lestraraðferð og samtalsaðferð. Í þessari ritgerð verða niðurstöður þessara tveggja rannsóknaraðferða bornar saman.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að það er tölfræðilega marktækur munur á niðurstöðum á milli rannsóknaraðferða, fólk er líklegra til þess að nota hv-framburð við lestur en í samtali en niðurstöður sýna einnig að kyn og aldur hefur áhrif á niðurstöður. Karlar eru líklegri til að hafa hv-framburð en konur. Eldri málhafar skoruðu hærra í lestraraðferðinni, en yngri málhafar í samtalsaðferðinni.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35596


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Signý skilar B.A.-ritgerð.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf206.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF