en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35599

Title: 
 • Title is in Icelandic Greining ársreikninga. Icelandair Group hf.
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessarar ritgerðar er að meta virði Icelandair Group hf. gangvart samanburðarfélögum með því að bera saman fjárhagskennitölur. Kennitölugreining er ein algengasta greiningaraðferð á ársreikningum. Helstu flokkar hennar verða kynntir og valdar kennitölur verða teknar fyrir og hlutverk þeirra útskýrð. Markmið þessarar ritgerðar er að virðismeta Icelandair Group hf. og til þess eru notað kennitölugreining út frá ársreikningum Icelandair Group hf. Lögð er áhersla á að skoða samanburð á frammistöðu Icelandair Group hf. og meðaltal af samanburðarfélögum á markaði út frá kennitölum, ásamt því að kanna hvort Icelandair Group hf. sé arðvænlegur fjárfestingarkostur út frá kennitölum fyrirtækisins. Ársreikningar fyrir árin 2017 til 2019 eru notaðir við útreikninga á kennitölunum.
  Til þess að meta frammistöðu Icelandair Group hf. og kanna hvort það sé arðvænlegur fjárfestingarkostur eru reiknaðar tíu kennitölur um arðsemi, greiðsluhæfi, skuldsetningu, markaðsvirði og sértækar kennitölur á flugmarkaði. Arðsemiskennitölur eru: hagnaðarhlutfall, arðsemi heildareigna og arðsemi eigin fjár. Kennitölur um greiðsluhæfi eru: veltufjárhlutfall og lausafjárhlutfall. Skuldsetningarhlutföll eru: hlutfall skulda af heildareignum og hlutfall skulda af eigin fé. Sértækar kennitölur á flugmarkaði er svo „load factor“.
  Niðurstaða kennitölugreiningar gefur til kynna að frammistaða Icelandair Group hf. hefur versnað frá árinu 2017 til 2019. Í samanburði við meðaltal á markaði var frammistaða Icelandair Group hf. ekki á pari við samanburðarfélögin. Við mat á hvort Icelandair Group hf. væri arðvænlegur fjárfestingarkostur leiddu niðurstöður úr kennitölugreiningunni í ljós að Icelandair Group hf. er ekki arðvænlegur fjárfestingarkostur miðað við útreikninga á þeim kennitölum sem lagt var upp með þessari ritgerð. Ekki er því hægt að mæla með því að fjárfesta í Icelandair Group hf. á þessum tímapunkti.

Accepted: 
 • May 22, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35599


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greining ársreikninga, Icelandair Group hf..pdf571.79 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Doc-21-May-2020-1904.pdf375.47 kBLockedPDF