is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35602

Titill: 
  • Skyldan fyrst, réttindi svo: Kenning Onoru O'Neill um mikilvægi skylduhugtaksins fyrir mannréttindi og barnavernd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar talað er um réttindi er hugtakið skylda skammt undan, hvort sem um er að ræða skyldu gagnvart rétthafanum svo hann geti öðlast þau réttindi sem sóst er eftir eða hvort rétthafinn hafi sjálfur skyldu að gegna, eigi hann að njóta ákveðinna réttinda. Heimspekingurinn Onora O’Neill hefur fjallað mikið um þetta hugtakapar og telur mikilvægt að byrjað sé á að skoða skyldur og hver eigi að bera þær, áður en hægt sé að tala af viti um réttindi. Hún heldur því fram að ef ekki sé fyrst hugað að skyldunum verði hugmyndin um réttindi, sem einhver eigi að eiga tilkall til og ekki verði dregið í efa, oft orðin tóm. Ljóst er að til að hægt sé að efna réttindi sé nauðsynlegt að einhver beri skylduna og þar gegna stofnanir oft lykilhlutverki. Samkvæmt kenningu hennar skipta skyldur án réttinda engu að síður höfuðmáli til að stuðla að réttlæti og farsæld. Þær eiga þó til að gleymast í siðferðilegri umræðu sem grundvallast á réttindum. Í ritgerðinni er greint frá hugmyndum O’Neill um réttindi og skyldur og þær notaðar til að varpa ljósi á veikleika mannréttindahugtaksins, stöðu barna og skyldur foreldra gagnvart þeim.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba_yfirlysing_vigdis.PDF9.8 MBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_vigdis_2020.pdf534.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna