is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35606

Titill: 
  • „Að hrökkva eða stökkva": Störf án staðsetningar.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að varpa ljósi á þann möguleika sem verkefnið „störf án staðsetningar“ býður uppá. Hvernig opinberir vinnuveitendur geti séð það sem vænlegan kost og verkefnið geti opnað á fjölbreyttari atvinnutækifæri í samræmi við búsetumöguleika. Saga verkefnisins störf án staðsetningar er rakin með því að varpa ljósi á þingsályktanir um stefnumótandi byggðaáætlun frá árinu 1994 til ársins 2024 þar sem störf án staðsetningar er eitt af markmiðum hennar. Samhliða því eru stefnuyfirlýsingar ríkisstjórna frá árinu 1995 skoðaðar en sögulegt yfirlit verkefnisins byggir á þeim gögnum.
    Tekin voru viðtöl við fimm einstaklinga sem þekktu allir vel til verkefnisins og koma að verkefninu á einn eða annan hátt. Viðtölin voru tekin með það markmið að varpa ljósi á raunverulega merkingu verkefnisins störf án staðsetningar og að hvaða leiti störf með þessum hætti geti gert búsetu menntaðra einstaklinga ákjósanlegri á landsbyggðinni. Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru að opinber störf sem auglýst eru undir formerkinu án staðsetningar veiti öllum landsmönnum jafnt tækifæri til umsóknar um starfið, óháð búsetu. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun og er ætlað að auka fjölbreytileika í atvinnulífinu um land allt með dreifingu opinberra starfa. Einnig var farið yfir þær forsendur sem til staðar þurfa að vera og var niðurstaðan sú að Ísland væri vel í stakk búið, tæknilega og samfélagslega, til að verkefnið gangi upp. Að lokum var farið yfir hvernig verkefninu miðar áfram en ýmsar ástæður eru fyrir því að verkefninu miðar ekki eins hratt áfram eins og menn myndu vilja. Má þar helst nefna að ekki liggur enn fyrir hvaða störf má skilgreina án staðsetningar innan ráðuneyta og stofnanna.

Styrktaraðili: 
  • Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS)
Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
" Störf án staðsetningar..pdf699.66 kBLokaður til...27.06.2020HeildartextiPDF
yfirlýsing-skemma-Ellý.pdf413.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF