is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35607

Titill: 
  • Fordæmalausar aðstæður: Helstu áskoranir íslensks efnahagskerfis vegna útlagaáhættu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru helstu áskoranir íslensks efnahagskerfis vegna útlagaáhættu og leiðir til að takast á við þær. Nútíma-fjármálakenningar byggja meðal annars á forsendu um normaldreifingu sem ýmsir fræðimenn á borð við Benoit Mandelbrot og Nassim Taleb hafa sýnt fram á að bresti í flestum tilfellum á mörkuðum. Þau líkön sem notuð eru til að mæla áhættu vanmeta því útlagaáhættu. Rannsókn var framkvæmd á nokkrum líkindadreifingum á íslenskum mörkuðum til að kanna hvort forsenda um normaldreifingu bresti. Rannsóknin leiddi í ljós að dreifingarnar sem greindar voru fylgdu ekki í neinu tilfelli normaldreifingu. Bendir það til þess að áhættulíkön vanmeti útlagaáhættu á Íslandi. Nauðsynlegt er að efla rannsóknir og þróun á líkönum sem mæla áhættu með raunhæfari hætti en þau líkön sem notuð eru í dag, til dæmis byggt á brotakenningum Mandelbrots. Óvæntir atburðir sem leiða til stórfelldra efnahagsáfalla eru útlagar sem ómögulegt er að sjá fyrir. Mannleg tilhneiging einstaklinga til að einblína á þekkta áhættuþætti leiðir til þess að áhættuvarnir taka ekki mið af áhrifum svartra svana. Mikilvægt er að einstaklingar séu meðvitaðir um tilvist svartra svana og framkvæmi reglulega álagspróf til að finna veikleika og gera nauðsynlegar úrbætur til að auka viðnámsþrótt við þeim.
    Þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki skapa sérstakar áskoranir þegar kemur að útlagaáhættu. Óbein ríkisábyrgð sem fellst í væntingum fyrirtækjanna, fjárfesta þeirra og lánveitenda, leiðir til freistnivanda þar sem viðkomandi aðilar freistast til að taka meiri áhættu en þeir hefðu gert, bæru þeir áhættu sína einir. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér skýra stefnu sem gerir björgunaraðgerðir þeirra óaðlaðandi kost við efnahagsáföll til að draga úr freistnivanda. Seðlabanki Íslands ætti að útvíkka álagspróf sitt við hugsanlegu efnahagsáfalli þannig það nái til fleiri kerfislega mikilvægra fyrirtækja en fjármálafyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 22.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20200522_AndreaSigurdardottir_MSverkefni.pdf786.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf745.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF