is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35608

Titill: 
  • Félagsráðgjöf í grunnskólum: Stuðningur við skólastarf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að uppeldi og velferð nemenda þar sem honum er ætlað að þroska, móta og styrkja hæfileika nemenda. Börnum er skylt samkvæmt lögum að sækja grunnskóla í tíu ár og því fáir staðir jafn kjörnir og skólinn til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra. Það getur reynst vandasamt og flókið verkefni fyrir skólann, sérstaklega þegar börn glíma við fjölþættan vanda á borð við námserfiðleika, erfiðar fjölskylduaðstæður eða geðrænan vanda. Kennarar og annað starfsfólk skóla gegnir ábyrgðarhlutverki gagnvart nemendum en rannsóknir hafa sýnt að kennarar glími við mikið álag í starfi sem hafi neikvæðar afleiðingar á heilsufar þeirra og líðan. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt að náms- og starfsráðgjafar sinni persónulegri ráðgjöf í ríkum mæli og sinni jafnvel störfum sem ekki falla undir þeirra sérsvið.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um hlutverk skólafélagsráðgjafa innan grunnskóla og hvernig þeir geta stutt við nemendur, fjölskyldur þeirra og starfsfólk grunnskóla. Þá verður einnig fjallað um velferðarhlutverk grunnskóla, starfsaðstæður kennara og náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöðurnar benda til að brýnt sé að tryggja félagsráðgjöfum sess innan skólakerfisins. Þannig væri velferðarþjónusta við nemendur og fjölskyldur þeirra tryggð, starfsfólk skólans fengi nauðsynlegan stuðning í starfi og skólinn væri betur tengdur við aðrar þjónustustofnanir samfélagsins. Með kröftum félagsráðgjafa í samvinnu við annað starfsfólk skólans gæti skólinn betur sinnt velferðarhlutverki sínu og unnið öflugt forvarnarstarf sem kæmi í veg fyrir að frekari vandi þróist sem er dýrkeyptur samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 25.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35608


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elr20_BAritgerð_lokaútgáfa.pdf475.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf250.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF