is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35609

Titill: 
 • Titill er á ensku Corporate Social Responsiblity and Life Cycle Assessment: Case study of an Icelandic fishery
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sjávarútvegur hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir áhrif hans á vistkerfi, stöðugleika fiskistofna, úrgang og fyrir háan útblástur vegna eldsneytisnotkunar fiskiskipa. Aukin vitund hagsmunaðila á umhverfis- og samfélagsáhrifum í sjávarútvegi hefur hækkað þau viðmið sem fyrirtæki í sjávarútvegsrekstri eru miðuð við. Þessi áhrif hafa aukið samfélagsábyrgð og vistferilsgreiningar í greininni. Þá hefur áhersla á samfélagsábyrgð einnig aukist í íslenskum sjávarútvegi á síðasta áratug, ásamt því hefur vistferill á íslenskum sjávarafurðum verið rannsakaður að einhverju leyti. Markmið þessarar tilvistrannsóknar er að skoða út frá áherslum samfélagsábyrgðar, nánar tiltekið UFS leiðbeiningum um skýrslugerð og lífsferilsgreiningum, umhverfisstjórnun í meðaslstóru íslensku útgerðarfyrirtæki. Gagnaöflun rannsóknarinnar var þrískipt. Gagnaöflun fyrir greiningu á samfélagsábyrgð var skipt í megindleg og eigindleg gögn. Megindlegu gögnin voru sótt frá fyrirtækinu og eigindlegu gögnin með viðtölum við stjórnunarteymi fyrirtækisins þar sem notast var við „hálf-opin“ spurningarramma. Gögnin fyrir vistferilsgreininguna voru sótt úr gagnagrunnum fyrirtækisins annars vegar og hins vegar úr samskiptum við yfirmenn frá ólíkum starfstöðvum fyrirtækisins. Vistferilsgreiningin var framkvæmd samkvæmt „vöggu til hliðar“ (cradle-to-gate) aðferð á 5 kg þorskhnakkaframleiðslu fyrirtækisins. Vistferilsgreinining var framkvæmd í forritinu OpenLCA þar sem nýttur var gagnagrunnurinn ecoinvent og útreikningar framkvæmdir samkvæmt CML (baseline) aðferðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að samtvinning samfélagsábyrgðar og vistferilsgreiningar gefi hagnýta heildarsýn yfir rekstur og geti því nýst til umhverfisstjórnunar hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum. Þessi rannsókn kannar í fyrsta skipti stöðu samfélagsábyrðar og umhverfisstýringar hjá meðalstóru íslensku útgerðar- og fiskvinnslu fyrirtæki.
  Lykilorð:
  Samfélagsábyrgð fyrirtækja, Stefnumörkun, Vistferilsgreining, Útgerð, Flutningar, Sjálfbærni.

 • Útdráttur er á ensku

  The seafood industry has been criticized for its effect on ecosystems, fish stock stability, waste production and its emissions from fossil fuel consumption. An increasing stakeholder awareness of the environmental and social impacts of the seafood industry is raising the standards to which companies within the industry are held, leading to an upsurge of Corporate Social Responsibility and Life Cycle Assessment within the industry. Emphasis on Corporate Social Responsibility in the Icelandic seafood industry has been growing in the last decade and the Life Cycle Assessment of Icelandic seafood products has somewhat been studied. The objective of this case study is to apply Corporate Social Responsibility methods, namely an ESG reporting guide and Life Cycle Assessment, to analyze the environmental management of a medium sized Icelandic Fishery. Data collection for the research methods was threefold. The data needed for the Corporate Social Responsibility analysis was both quantitative and qualitative. The quantitative data was acquired through communication and the company’s databases and the qualitative data was acquired through an interview with the company’s management team using a half-open question frame. The data for the Life Cycle Assessment was acquired from the company’s database and continuous communication with managers within different departments of the fishery. The Life Cycle Assessment was applied with a cradle-to-gate analysis of the fresh cod fillet production of the company, with the functional unit of 5 kg of fresh cod fillets. The inventory of the life cycle was calculated in the OpenLCA software, using data from the ecoinvent database and calculated using the CML (baseline) approach. The results of the study indicate that using both Corporate Social Responsibility analysis and Life Cycle Assessment creates a comprehensive overview of the operations and can prove useful for the environmental management of fisheries.

  Keywords:
  Corporate Social Repsonsiblity, Strategy, Life Cycle Assessment, Fishery, Transportation, Sustainability.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
99010911_263337305031839_4128517045329330176_n.jpg197.65 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MSc Ritgerð LLA.pdf3.5 MBLokaður til...22.05.2025HeildartextiPDF