is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35610

Titill: 
  • Áhrif jóga á hjarta- og æðasjúkdóma við Heilbrigðisvísindasvið. Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku The Effects of Yoga on Cardiovascular Diseases: A systematic review
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengir og afleiðingar þeirra geta verið alvarlegar. Eru þeir aðal orsök ótímabærra andláta í heiminum. Rannsóknir hafa sýnt að hluti þeirra sjúklinga sem greindir eru með hjarta- og æðasjúkdóma nýta sér viðbótarmeðferðir samhliða sinni hefðbundnu meðferð og er jóga ein af þessum viðbótarmeðferðum. Tilgangur: Að taka saman niðurstöður nýlegra rannsókna þar sem skoðuð eru áhrif jógaiðkunar á hjarta- og æðasjúkdóma. Þá var einnig leitast við að komast að því hvort jógaiðkun getur minnkað einkenni þessara sjúklinga eða komið í veg fyrir þau. Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt þar sem kerfisbundin leit var gerð í gagnabönkunum Pubmed og Cinahl að rannsóknum sem kanna áhrif jóga á hjarta- og æðasjúkdóma. Sett voru þau inntökuskilyrði að rannsóknirnar væru frá árunum 2015-2020, fjölluðu um líkamlega heilsu og fullorðna einstaklinga. Við greiningu á heimildum var notast við PRISMA flæðirit. Niðurstöður: Tólf rannsóknargreinar stóðust inntökuskilyrði. Niðurstöður samantektarinnar eru flokkaðar eftir því hvaða jóga var verið að gera þar sem ekki var notast við sömu tegund jóga í öllum rannsóknunum. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að allar tegundir jóga sem skoðaðar voru höfðu jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma eða einkenni þeirra, það er háþrýsting, gáttatif í köstum, hækkaðan púlsþrýsting og hjartabilun. Einnig virtist jóga bæta heilsutengd lífsgæði þátttakenda. Ályktun: Hægt er að draga þá ályktun að jóga gæti hentað sjúklingum sem glíma við hjarta- og æðasjúkdóma sem viðbótarmeðferð við hefðbundna meðferð, hvort sem það er til að draga úr einkennum sjúkdóms eða efla heilsutengd lífsgæði sjúklings. Því skal þó haldið til haga að flestar rannsóknir sem notaðar voru í þessari samantekt eru skammtímarannsóknir og því ber að rannsaka frekar langtímaáhrif jógaiðkunar.Lykilorð: Jóga, hjarta- og æðasjúkdómar, háþrýstingur, gáttatif í köstum, hækkaður púlsþrýstingur, hjartabilun.

Samþykkt: 
  • 25.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_DSE_KJ.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf300.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF