is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35611

Titill: 
 • Rétt staðsetning barkarennu hjá nýburum: Hagnýt notkun klínískra upplýsinga við áætlun barkarennustaðsetningar
 • Titill er á ensku Correct endotracheal tube placement in neonates
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Barkaþræðing er forsenda þess að hægt sé að veita öndunarvélarmeðferð, sem er algengt form öndunaraðstoðar hjá nýburum. Auk þess má nota barkarennu til að koma lyfjum eða lungnablöðruseyti til lungnanna eða í blóðið. Mikilvægt er að barkarenna sé rétt staðsett til að hámarka virkni og takmarka fylgikvilla, en almennt viðmið er að endi barkarennu skuli vera um það bil miðja vegu á milli raddbanda og barkakjalar (í hæð við fyrsta liðbol brjósthryggjar, T1). Það er hægt að festa barkarennu ýmist við nös eða vör. Á Vökudeild Landspítala hefur verið sú venja að festa hana við nös ef kostur er. Markmið þessarar rannsóknar var að útbúa reiknilíkan til að áætla á áreiðanlegan hátt, út frá klínískum upplýsingum hvar staðsetja skuli barkarennu hjá nýburum við nös annars vegar og við vör hins vegar. Þá var einnig lagt upp með að bera saman nákvæmni þessara tveggja leiða til að festa barkarennu.
  Efni og aðferðir: Þýðið samanstóð af öllum börnum sem höfðu verið barkaþrædd og legið á Vökudeild Landspítalans á árunum 2005-2019. Úr Vökudeildarskrá fengust upplýsingar um kyn, meðgöngulengd, fæðingarþyngd, lengd og höfuðummál við fæðingu. Úr gæsluskrám voru sóttar upplýsingar um staðsetningu barkarennu við nös eða vör. Skoðaðar voru röntgenmyndir af börnunum teknar á fyrstu viku lífs og út frá þeim reiknað hversu langt frá barkakili endi barkarennu ætti að vera staðsettur, þ.e. í sömu hæð og T1 og miðað við það var fundið út hvar barkarennan hefði átt að vera fest við nös eða vör. Síðan var gerð línuleg aðhvarfsgreining á þeim breytum sem höfðu línulegt samband við rétta staðsetningu til að smíða reiknilíkanið.
  Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 464 börn, fædd á 23.-42. viku meðgöngu, þar af voru 311 með barkarennu festa við nös (N-hópur) og 153 með barkarennu festa við vör (O-hópur). Meðalfjarlægð frá kjörstaðsetningu í N-hóp var 5,9 mm en 10,6 mm í O-hóp (p<0,01), en í báðum hópum var algengara að barkarenna færi of langt niður en of stutt, auk þess sem meðalfjarlægðin í þá átt var lengri (p<0,01). Allar breytur sem voru skoðaðar höfðu línulegt samband við rétta staðsetningu að kyni undanskildu. Samsett líkön fyrir allar breyturnar fengust með R2=0,8272 (við nös) og R2=0,7365 (við vör). Líkön byggð eingöngu á meðgöngulengd höfðu R2=0,7639 (við nös) og R2=0,5924 (við vör). Öll líkönin gáfu nákvæmari staðsetningu fyrir börn fædd fyrir 28 vikna meðgöngu, en börn fædd eftir 28 vikna meðgöngu.
  Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að barkaþræðing um munn sé ónákvæmari m.t.t. staðsetningar en um nef, en fyrir báðar aðferðir er hættara við því að barkarenna fari of langt en of stutt. Ættu læknar því mögulega að þræða barkarennu styttra en lengra, ef vafi leikur á um það hvort um rétta staðsetningu sé að ræða. Reiknilíkönin eru nákvæmari en þau viðmið sem notuð eru í dag og notkun líkananna gæti orðið til að fækka þeim skiptum þar sem endurstaðsetja þarf barkarennu og dregið úr alvarlegum fylgikvillum tengdum rangt staðsettri barkarennu. Þá er jafnframt hentugt að hafa líkan sem byggir eingöngu á meðgöngulengd, þegar barkaþræða þarf nýbura í bráðaaðstæðum strax eftir fæðingu og aðrar stærðir ekki þekktar. Þó er ekki víst að líkönin gefi góða raun fyrir börn eldri en viku gömul né heldur fyrir mjög stór börn, þar sem rannsóknarhópurinn innihélt bara börn barkaþrædd á fyrstu viku lífs og mjög fá þyngri en 4500g.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Endotracheal intubation is necessary for mechanical ventilation, which is a common form of respiratory support. Endotracheal tubes (ETTs) can also be used to deliver drugs or surfactant to the lungs. It is important that the ETT is placed correctly to optimize treatment efficiency and complications, and the general consensus is that the tip of the ETT should be placed around halfway between the larynx and carina (aligned with T1). Intubation can be oral or nasal, but in the NICU at Iceland‘s Children‘s Hospital, newborns are usually intubated through the nasal route if possible. The aim of this study was to create a formula to accurately predict the placement of both nasal and oral ETTs in newborns using clinical information, as well as to compare the accuracy of the two methods of ETT placement.
  Materials and methods: A list of infants that were intubated at Iceland‘s Children‘s Hospital NICU in 2005-2019 was aquired from the NICU´s data register along with information about sex, gestational age, birthweight, length and head circumference at birth and ETT placement at the nose or lips. X-rays from the infants‘ first week of life were examined to detirmine how far from the carina an ETT tip should be, in line with T1, and from that the optimal placement at the nose or lips was calculated. A multiple linear regression model was used to determine the relationship between the variables and build the formula.
  Results: 464 infants were part of the study, born in weeks 23-42 of pregnancy, of which 311 were intubated nasally and 153 orally. The average distance from optimal tube placement in the nasal group was 5,9 mm but 10,6 mm in the oral group (p<0,01), but in both groups it was more common for the tube to be placed too far down the trachea rather than not long enough, in addition to the average distance in that direction being greater (p<0,01). All variables included in the study had a linear correlation to correct endotracheal tube placement except for sex. Combined models for all variables had R2=0,8272 (nasal) and R2=0,7365 (oral). Models based only on gestational age had R2=0,7639 (nasal) and R2=0,5924 (oral). The models were more accurate for infants born before week 28 of pregnancy, than for those born after 28 weeks.
  Conclusion: The results indicate that it is less accurate to intubate neonates orally than nasally in regards to optimal ETT location, but for both methods the tube is more prone to go too far down the trachea rather than too short. The models created seem more accurate than most currently used guidelines, and the new models could reduce the number of times that repositioning of the endotracheal tube is needed as well as reduce the occurance of adverse effects related to malpositioning. It will also be convenient to have a model based only on gestational age, for acute scenarios where newborns need intubation immediately after birth. However, the models may not be accurate for infants older than one week old, or for very large infants, since the research group only included infants intubated during the first seven days of life and very few weighed more than 4500g.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arnaK_BSritgerd.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Arna Ýr.pdf240.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF