is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35615

Titill: 
 • Lífsstíll ungra Íslendinga og tengsl við líkamssamsetningu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Smitvana sjúkdómar eru flokkur langvinnra sjúkdóma sem smitast ekki en hafa samt sem áður mikil áhrif á heilsufar og geta tengst lífsstíl. Tilhneiging er til að leggja ofuráherslu á það sem veldur óheilbrigði en til að bæta heilsu þarf að líta á stóra samhengið og sinna heilsueflandi þáttum. Hreyfingarleysi og minni orkubrennsla tengist almennri velmegun þar sem tækni hefur komið í stað líkamlegrar hreyfingar og vinnu. Fáar vísindarannsóknir hafa skoðað samband líkamssamsetningar og lífsstíls. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta líkamssamsetningu og tengsl hennar við lífsstíl og venjur ungra fullorðinna Íslendinga.
  Efniviður og aðferðir: Um var að ræða þversniðsrannsókn sem náði til einstaklinga sem tóku þátt í rannsókn á blóðþrýstingi meðal ungra fullorðinna. Verkefnið er framhaldsrannsókn á blóðþrýstingi 9-10 ára barna (fædd 1999) sem gerð var fyrir 10 árum. Af þeim 70 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu sem boðið var að vera með í upprunalegu rannsókninni samþykktu skólastjórar 39 þeirra þátttöku. Alls tóku þátt 489 stúlkur (50,4%) og 481 drengir (49,6%). Allir þeir komu til greina í okkar rannsókn. Þátttakendur gengust undir takmarkaða líkamsskoðun er tók til mælinga á þyngd, hæð og ummáli mittis og mjaðma. Fituprósenta var einnig metin með rafleiðnimælingu (e. bio impedence analysis). Spurningalista um atriði er varða lífsstílsþætti var lagður fyrir en þar var m.a. var spurt um reglubundna hreyfingu, mataræði, svefn, koffín og nikotínnotkun. Tölfræði var unnin í tölfræðiforritinu R.
  Niðurstöður: Tuttugu og tveir einstaklingar tóku þátt, þar af 11 konur. Miðgildi (spönn) líkamsþyngdarstuðuls (LÞS) karla var 23,7 (20,3-31,3) og meðal kvenna 22.5 (17,3-31,5). Fituprósenta var 17,1% [7,60-33,2] hjá körlum og 23,0% [19,8-41,9] hjá konum. Samband LÞS og fituprósentu var nær línulegt en lína kvennanna var minna aflíðandi við lægri gildi en náði svo sama halla og hjá körlum. Reglubundin hreyfing var algeng meðal þátttakenda en 90,9% stunduðu einhverskonar skipulagða hreyfingu einu sinni eða oftar í viku. Aðeins 45,5% kvenna og 63,6% karla sváfu 7 klukkustundir eða meira á sólarhring eins og mælt er með. Dagsyfja var algeng og enginn þátttakenda kvaðst laus við dagsyfju af og til. Tóbaksnotkun, hefðbundnar reykingar, rafrettur og annað form nikotínnotkunar, var töluvert algeng en 54,5% sögðust nota nikotín í einhverju formi. Ferðamáti var afgerandi vélknúinn en 95,5% ferðuðust með bifreið eða strætisvagni. Helmingur þýðis borðaði grænmeti einu sinni á dag eða oftar en 31,8% neytti ávaxta einu sinni á dag eða oftar. Meirihluti karla (72,7%) borðaði franskar eða snakk tvisvar eða oftar í viku samanborið við 36,4% kvenna.
  Ályktun: Rannsóknin sýndi að LÞS og fituprósenta eru almennt innan eðlilegra marka meðal íslenskra ungmenna og að 90,9% þeirra stunda reglubundna hreyfingu sem er yfir því sem lýst hefur verið hérlendis. Mataræði sýnir að grænmetis og ávaxtaneysla er minni meðal karla auk þess sem þeir eru líklegri til þess að borða óhollt skyndifæði. Meiri neysla koffíns og nikotíns í rannsóknarþýðinu samanborið við aðrar rannsóknir hérlendis valda áhyggjum.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AlexandraAs_BSritgerd[1].pdf4.83 MBLokaður til...31.05.2023HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing.pdf428.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF