en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/35616

Title: 
 • Title is in Icelandic Hjúkrun innan 72 klukkustunda frá heilaslagi: Gæðavísar og lýsing á næringartengdum þáttum
 • Nursing issues within 72 hours from stroke: Adherence to quality indicators and description of measures related to nutrition
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Heilaslag er algengasta orsök færniskerðingar og nauðsynlegt er að efla þætti sem stuðla að bættri útkomu. Í því samhengi spilar góð hjúkrun í bráðafasa slagsins megin máli ásamt viðeigandi eftirliti og viðbrögðum.
  Markmið: Að lýsa klínískum einkennum sjúklinga með heilaslag sem liggja inn á taugalækningadeild Landspítalans og hvernig algengum gæðavísum hjúkrunar er fylgt sem og næringartengdum þáttum innan við 72 klukkustundum eftir innlögn á taugalækningadeild.
  Aðferð: Lýsandi megindleg forrannsókn, sem er hluti af stærri framskyggnri langtímarannsókn. Gagnasöfnun fór fram 2017-2018. Inntökuskilyrði sjúklinga; heilaslag staðfest með myndrannsóknum, búsettir á Íslandi og hafa legið á taugalækningadeild Landspítalans í a.m.k. 72 klukkustundir. Eftirfarandi upplýsingar voru skoðaðar: (1) Bakgrunnsbreytur; aldur, kyn, færni fyrir heilaslag, menntun, hjúskaparstaða (2) Klínísk einkenni; s.s. alvarleiki slags, (3) Gæðavísar, sem snúa að hjúkrun, lýst eftirlit með næringu, vökva og kyngingu. Alvarleiki heilaslags var metinn með National Institute of Health Stroke kvarðanum (NIHSS) og umfang færniskerðingar með Modified Rankin Scale (mRS) og Katz index of independance (Katz). Greining gagna fór fram í SPSS.
  Niðurstöður: Skoðuð voru gögn frá fyrstu 100 sjúklingum (53,5% kk). Meðalaldur sjúklinga var 69,64 ára (spönn 26-95: sf 13,069). Meðal NIHSS stigunin var 6,91 (spönn 0-35: sf 7,458) sem gefur til kynna að flestir sjúklinganna voru með væg/meðal alvarleg einkenni heilaslags. Fyrir slagið voru 68% alveg sjálfbjarga samkvæmt mRS en eftir heilaslagið 2%. Eftirfarandi atriði tengdust næringu og kyngingar¬erfiðleikum. Vökvainntekt var metin í 41% tilfella, skimun fyrir kyngingarerfiðleikum í 48% tilfella og skimun fyrir vannæringu hjá 36% tilfella. Níu prósent sjúklinga fengu næringu um slöngu og 28% voru á sérfæði eða maukfæði. Sveppasýking í munni var til staðar hjá 16%. Sýkingar voru algengar; 15% fengu sýklalyf í æð og 14% sýklalyf um munn innan fyrstu 3 sólarhringanna eftir innlögn.
  Ályktun: Þessar frumniðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að efla eftirlit með gæðavísum og gefa næringartengdum vandamálum meiri gaum eftir heilaslag. Nauðsynlegt er að efla eftirlit og meðferð til að forðast alvarlegar afleiðingar. Niðurstöðurnar varpa ljósi á að skráning hjúkrunar var ábótavön í þessum sjúklingahópi.
  Lykilorð: Næring, kynging, gæðavísar, heilaslag, hjúkrun, hjúkrunarskráning, akút

Accepted: 
 • May 25, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35616


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð.pdf503.95 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing lokaverkefnis - Viktoría.pdf3.95 MBLockedDeclaration of AccessPDF