is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35619

Titill: 
 • Árangur getnaðarvarnaráðgjafar meðal ungra kvenna. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Getnaðarvarnaráðgjöf verður í auknum mæli í höndum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra hér á landi eftir nýlega lagabreytingu sem heimilar þeim að ávísa hormónagetnaðarvörnum. Með breyttu aðgengi ungra einstaklinga að kynheilbrigðisþjónustu er gríðarlega mikilvægt að ráðgjafa-þjónustan takist á við þær hindranir og hugsanlega áhættuþætti sem til staðar eru hjá þessum mikilvæga hóp.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða rannsóknir sem meta árangur ráðgjafar um getnaðarvarnir fyrir ungar konur til að finna hvernig best hefur reynst að haga getnaðarvarnaráðgjöf. Markmið hennar er að bera saman þær íhlutanir sem gerðar voru og skoða sameiginlegar og frábrugðnar niðurstöður.
  Aðferð: Fræðileg samantekt var gerð með leit í gagnagrunni PubMed þar sem ákveðin leitarskilyrði voru sett. Leitað var eftir rannsóknum um ráðgjöf um getnaðarvarnir sem voru birtar eftir 2010, beindust að konum undir 25 ára aldri og voru á ensku.
  Niðurstöður: Niðurstöður byggjast á 10 rannsóknum. Ráðgjöfin sem veitt var reyndist ekki sambærileg. Grunnupplýsingar sem skjólstæðingar fengu um getnaðarvarnir voru áþekkar milli rannsókna. Rannsóknirnar sýndu ekki á afgerandi hátt hvaða tegund ráðgjafar gefur marktækar niðurstöður á notkun getnaðarvarna. Sjö rannsóknir sýndu fram á jákvæðar niðurstöður, þ.e. að aukin notkun var á getnaðarvörnum eftir ráðgjöfina. Fram komu jákvæðar niðurstöður þegar skjólstæðingum var boðið að hefja strax notkun getnaðarvarnar og þegar getnaðarvörn var ókeypis.
  Umræður: Rannsóknirnar leggja mat á afmarkaða þætti ráðgjafar og geta því ekki gefið mynd af heildstæðu ráðgjafarferli. Þær veita því ekki upplýsingar um hvers konar ráðgjöf er árangursríkust. Skoða þarf slíkt nánar út frá skjólstæðingsmiðaðri nálgun, meðferðarsambandi og hvernig er staðið er að ákvarðanatöku.
  Lykilorð: Getnaðarvarnir, ungar konur, ráðgjöf, fræðsla, meðferðarsamband.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangur getnaðarvarnaráðgjafar meðal ungra kvenna.pdf715.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Linda og Svava.pdf282.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF