is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35623

Titill: 
 • Hreyfing og jógaiðkun til að takast á við einkenni tíðahvarfa: Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Exercise and yoga to combat menopausal symptoms: Systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Einkenni sem konur upplifa á tímabili tíðahvarfa geta haft truflandi áhrif á daglegt líf þeirra. Fram yfir síðustu aldamót var hormónameðferð við einkennum breytingaskeiðs útbreidd en eftir að rannsóknir sýndu fram á aukna áhættu á alvarlegum aukaverkunum dró mikið úr notkun hennar. Það er því mikilvægt að reynt sé að finna árangursríkar og öruggar aðferðir til að draga úr íþyngjandi einkennum sem konur upplifa á þessu tímabili.
  Tilgangur: Megin tilgangur ritgerðarinnar var að kanna áhrif jóga og hreyfingar á svefn og hitakóf kvenna á tímabili tíðahvarfa og skoða hvort hægt væri að mæla með jógaiðkun og hreyfingu til að bæta svefn og draga úr alvarleika og tíðni hitakófa.
  Aðferð: Leitað var að heimildum í PubMed gagnagrunni og notað var PRISMA flæðirit til að lýsa heimildaleit. Alls stóðust 12 rannsóknir úr gagnagrunninum inntökuskilyrði.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að jóga og hreyfing hafði marktæk jákvæð áhrif á svefn kvenna með einkenni tíðahvarfa. Niðurstöður varðandi áhrif jóga og hreyfingar á tíðni og alvarleika hitakófa voru ekki eins afgerandi og bar rannsóknum ekki alltaf saman.
  Ályktun: Hægt er að mæla með jóga og hreyfingu fyrir konur með einkenni tíðahvarfa til þess að bæta svefn þeirra. Þörf er á frekari rannsóknum á áhrifum jóga og hreyfingar á hitakóf kvenna á tímabili tíðahvarfa.
  Lykilorð: tíðahvörf, jóga, öldrun, hreyfing, svefn, hitakóf

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Symptoms women experience during menopause can have a disruptive effect on their daily lives. Until the beginning of the last century, hormone therapy for menopause symptoms was widespread. After studies showed increased risk of serious side effects from these hormone therapies, their use was greatly reduced. It is therefore important to try to find effective and safe methods to reduce the onerous symptoms that women experience during this period.
  Objective: The main purpose of the essay was to investigate the effects of yoga and exercise on women's sleep and hot flashes during the menopause and to examine whether yoga and exercise could be recommended to improve sleep and reduce the severity and frequency of hot flashes.
  Method: Sources were searched in the PubMed database and PRISMA flowchart was used to describe source search. There were a total of 12 studies that admission requirements were met.
  Results: Results showed that yoga and exercise had a significant positive effect on women's sleep with menopausal symptoms. The findings regarding the effects of yoga and exercise on the frequency and severity of hot flushes were not as decisive and studies did not always compare.
  Conclusion: Yoga and exercise for women with menopausal symptoms can be recommended to improve their sleep. Further research is needed on the effects of yoga and exercise on women's hot flashes during the menopause.
  Keywords: menopause, yoga, aging, exercise, sleep, hot flashes

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.vigdis.martha.2020.11.05.20. (3).pdf919.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.mp4-converted.pdf5.42 MBLokaðurYfirlýsingPDF