Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35628
Bakgrunnur: Athyglisbrestur og ofvirkni er taugaþroskaröskun sem hefur víðtæk áhrif á líf bæði fullorðinna og barna sem getur falið í sér skerðingu á lífsgæðum og heilsu. Þrátt fyrir að einstaklingar fái viðeigandi meðferð, eins og lyfjameðferð, er þessi hópur samt sem áður útsettur fyrir neikvæð einkenni í daglegu lífi. Það er því mögulegt að bæta heilsu þessa hóps enn frekar með heilsueflandi úrræðum.
Markmið: Að auka skilning og þekkingu hjá hjúkrunarfræðingum um þær víðtæku afleiðingar sem athyglisbrestur og ofvirkni hjá fullorðnum hefur á lífsgæði þeirra og heilsu. Jafnframt, að benda á gagnleg heilsueflandi úrræði, sem beita má til að bæta heilsu skjólstæðinga, svo hjúkrunarfræðingar geti veitt þessum hópi viðeigandi stuðning og úrræði.
Aðferð: Kerfisbundin leit var framkvæmd í gagnasafninu Pubmed, og takmarkaðist leit gagna við tímabilið 2010-2020. Leit var framkvæmd með tilliti til inntöku- og útilokunarskilyrða og var ferli gagnasöfnunar fært inn í PRISMA flæðiriti.
Niðurstöður: Við leit fundust alls tólf rannsóknir sem svara spurningunum varðandi almenna heilsu og lífsgæði fullorðinna með athyglisbrest og ofvirkni, ásamt þeim úrræðum sem beita má til að bæta heilsu þessa hóps. Fullorðnir með athyglisbrest og ofvirkni glíma við margvísleg neikvæð einkenni í daglegu lífi sem hafa áhrif meðal annars á þeirra félagslíf, sambönd, heimilislíf, nám og starf. Þessi hópur upplifir mismunun og efasemdir um réttmæti röskunarinnar. Þá er tíðni fylgiraskana einnig há. Fullorðnir með athyglisbrest og ofvirkni eru líklegri til að fara oftar í megrun en ná síður varanlegum árangri samanborið við einstaklinga sem ekki glíma við athyglisbrest og ofvirkni. Hreyfing eykur vellíðan og gefur aukna orku en ekki hefur verið sýnt fram á að hún hafi bein áhrif á einkenni athyglisbrests eða ofvirkni. Neysla bætiefna með vítamínum, amínósýrum, andoxunarefnum og steinefnum getur minnkað hamlandi einkenni athyglisbrests, hvatvísi og ofvirkni og þar með aukið almenna vellíðan. Einnig er hugræn atferlismeðferð nytsamlegt úrræði til að auka sálfélagslega vellíðan og er árangur slíkrar meðferðar sjáanlegur til lengri tíma.
Ályktun: Samkvæmt rannsóknum geta fullorðnir með athyglisbrest og ofvirkni glímt við margvíslegar afleiðingar vegna röskunarinnar. Notkun heilsueflandi úrræða til að draga úr hamlandi einkennum athyglisbrests og ofvirkni hefur lítið verið rannsökuð. Þær rannsóknir sem hafa skoðað heilsueflandi úrræði lofa hins vegar góðu hvað varðar jákvæð áhrif og gefa þar af leiðandi tilefni til áframhaldandi rannsókna.
Lykilorð: Athyglisbrestur og ofvirkni, fullorðinn, lífsgæði, heilsa, heilsuefling, svefn, mataræði, hreyfing og hugræn atferlismeðferð.
Background: Attention Deficit Hyperactivity Disorder is a neurological disorder that has a widespread impact on the lives of both adults and children, which can include impairment of quality of life and health. Even though individuals are receiving appropriate treatment, such as medical treatment, this group is still exposed to the negative symptoms in their daily lives. Therefore, it is possible to further improve the health of this group with health-promoting resources.
Aims: To increase knowledge and understanding, among nurses, about the widespread consequences of Attention Deficit Hyperactivity Disorder in adults on their quality of life and health. Furthermore, to point out useful health-promoting resources that can be used to improve the health of these individuals so that nurses can provide this group with appropriate support and resources.
Method: A systematic search was conducted in the Pubmed database, and data searches were limited to the period from 2010-2020. A search was performed using specific admission requirement and exclusion criteria, and the process of data collection was entered into a PRISMA flow diagram.
Results: A total of twelve studies were found that focus on the general health and quality of life among adults with Attention Deficit Hyperactivity Disorder, as well as resources that can be used to improve the health of this group. Adults with Attention Deficit Hyperactivity Disorder struggle with various negative symptoms in their daily lives that affect their social life, relationships, family life, education and work. These individuals experience discrimination and doubts about the validity of the disorder. Furthermore, the incidence of comorbidity is high. Adults with Attention Deficit Hyperactivity Disorder are more likely to try to lose weight often but are less likely to achieve lasting results compared to individuals without the disorder. Exercise increases well-being and provides increased energy, but it has not been shown to directly affect the symptoms of inattention or hyperactivity. Consumption of supplements with vitamins, amino acids, antioxidants, and minerals can reduce symptoms of inattention, impulsivity and hyperactivity and thereby increase general well-being. Cognitive behavioral therapy is also a useful resource to increase psychosocial well-being and the results of such treatment are visible for the long term.
Conclusion: Studies have shown that adults with Attention Deficit Hyperactivity Disorder can cope with a variety of consequences due to the disorder. Only a few studies have investigated the use of health-promoting resources to reduce the symptoms of inattention, impulsivity, or hyperactivity. However, those studies that have investigated the use of health-promoting resources so far, are promising in terms of positive effects and therefore, give cause for further research.
Keywords: Attention Deficit Hyperactivity Disorder, adult, quality of life, health, health promotion, sleep, diet, physical motion, and cognitive behavioral therapy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Jenny.pdf | 1,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
lokaverkefni_yfirlysing.jpg | 54,59 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |