is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3563

Titill: 
  • Sverðlausir riddarar. Áhrif femínisma á Artúrsbókmenntir fyrir börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru rannsökuð áhrif femínisma á Artúrsbókmenntir sem skrifaðar hafa verið fyrir börn, og þá ekki síst bækur sem hafa stúlkur eða ungar konur í aðalhlutverki. Mest er stuðst við þríleik eftir breska rithöfundinn Veru Chapman um ungar konur á tímum Artúrs konungs, en einnig tekin dæmi úr öðrum bókum og kvikmyndum um sama efni. Við skrif bóka sinna vann Chapman upp úr persónum og atburðum úr Artúrssögninni. Þótt feðraveldið ráði ríkjum í sögninni tókst Chapman að skapa sterkar kvenhetjur sem ráða eigin örlögum án þess að brjóta í bága við sögu- og samfélagslegar staðreyndir tímabils frásagnanna eða Arthúrs-sögnina sjálfa. Ég vil einnig sýna hvernig þríleikurinn hefur þ.a.l. margt að bera af því sem femínískir barnabókmenntafræðingar eru kalla eftir í bókmenntum fyrir börn í dag. Í bókum hennar ríkir jafnvægi á milli kynjanna, stelpur eru aðalsöguhetjur, þær eru gerendur sem treysta á eigin gáfur, framtakssemi og útsjónarsemi í stað þess að lokatakmarkið þeirra sé að ná
    sér í mann. Þær fá sínu framgengt og öðlast þau völd sem þær sækjast eftir, án þess að feta í fótspor karl eða grípa til hins fallíska vopns: sverðsins. Stelpurnar hennar Chapman nota hugmyndaflug, klæki og önnur sérkvenleg einkenni til að sigrast á samfélagslegum öflum sem hafi kúgað þær.

Samþykkt: 
  • 21.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sverdlausir_riddarar_fixed.pdf396.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna