en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/35632

Title: 
  • Title is in Icelandic Líkamssamsetningarmælingar barna í Heilsuskóla Barnaspítalans
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Offita og ofþyngd barna og fullorðinna hefur verið ört vaxandi heilbrigðisvandamál síðan um miðja síðustu öld. Offita á barnsaldri hefur verið tengd ótímabærum dauðsföllum og auknum líkum á ákveðnum sjúkdómum á fullorðinsárum en þar að auki getur offita haft heilsufarslegar afleiðingar strax í barnæsku. Heilsuskóli Barnaspítalans var stofnaður árið 2011 til þess að aðstoða börn sem kljást við offitu og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsvenjur sínar og heilsu. Markmið rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að lýsa líkamssamsetningu þeirra barna sem hefja meðferð í Heilsuskólanum, í öðru lagi að meta áhrif líkamssamsetningar á árangur meðferðar þeirra og í þriðja lagi að meta hvort að tengsl væru milli líkamssamsetningar barnanna og tilvist frávika í blóðgildum þeirra.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Hún náði til barna sem höfðu farið í líkamssamsetningarmælingu með BIA aðferð á vegum Heilsuskóla Barnaspítalans frá 24. ágúst 2016 til og með 21. febrúar 2020 (n=285). Til þess að meta áhrif líkamssamsetningar barnanna á árangur meðferðar voru bornar saman mælingar barna sem höfðu farið í tvær líkamssamsetningarmælingar með 9-15 mánaða millibili (n=64). Árangur var skilgreindur út frá breytingu í LÞS-SFS milli mælinga. Til þess að meta tengsl milli líkamssamsetningar barnanna og frávika í blóðgildum þeirra voru líkamssamsetningarmælingar barna bornar saman við blóðrannsóknir sem teknar voru 0–6 mánuðum á undan eða eftir líkamssamsetningarmælingu barnsins (n=178). Niðurstöður blóðrannsókna fyrir börn sem höfðu verið í meðferð í Heilsuskólanum á fyrrnefndu tímabili fengust frá Upplýsingatæknisviði Landspítala.
    Niðurstöður: Stelpur eru marktækt yngri en drengir og 5–9 ára drengir eru með marktækt alvarlegri offitu en 5–9 ára stúlkur við upphaf meðferðar. Aðeins aldur og vöðvamassi barns við upphaf meðferðar reyndust hafa marktæk spágildi fyrir árangur næstu 9–15 mánaða meðferðar. Gagnlíkindi þess að barn næði minni eða engum árangri skv. skilgreiningu jókst um 71,6% þegar aldur barns við upphaf meðferðar jókst um 1 ár og gagnlíkindi þess að barn næði góðum eða mjög góðum árangri skv. skilgreiningu jukust um 6,5% með eins kg aukningu í vöðvamassa. 75,8% barnanna (n=178) mældust með frávik í a.m.k. einu af þeim níu blóðgildum sem mæld voru. Þá mældust 80,1% barnanna með skert insúlínnæmi (HOMA-IR > 3,42) og var meðal-HOMA-IR þeirra 7,31 (± 4,97). Meðaltal LÞS, LÞS-SFS, fitumassa, fituprósentu og vöðvamassa var marktækt hærra hjá þeim börnum sem mældust með a.m.k. eitt frávik í blóðgildum samanborið við þau börn sem mældust ekki með nein frávik.
    Ályktanir: Rannsóknin áréttaði mikilvægi þess að öll börn með alvarlega offitu hefji meðferð eins ung og hægt er og að bætt sé úr meðferðarúrræðum þessara barna. Meðalbiðtími eftir meðferð í dag er u.þ.b. eitt ár en niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sá biðtími geti haft mikil áhrif á árangur meðferðarinnar. Ljóst er að meirihluti þeirra barna sem hefja offitumeðferð hjá Heilsuskóla Barnaspítalans séu þegar farin að kljást við afleiðingar og fylgikvilla offitu sinnar. Meðal-HOMA-IR þessara barna bendir til alvarlegrar skerðingar á insúlínnæmi og er mikilvægt að fylgjast vel með þróun sykursýki II hjá þeim. Tilefni er til þess að rannsaka betur spágildi mismunandi líkamssamsetningarmælinga fyrir frávik í blóðgildum.

Accepted: 
  • May 25, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35632


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AnnaRunA_BSritgerd.pdf7,24 MBOpenComplete TextPDFView/Open
yfirlýsing-skemman.pdf210,31 kBLockedDeclaration of AccessPDF