is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35634

Titill: 
 • Kynheilsa einstaklinga sem koma á göngudeild kynsjúkdóma á Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Einn þáttur kynheilsu er það að vera laus við kynsjúkdóma. Hægt er að minnka líkurnar á því að smitast af þeim með því að stunda öruggara kynlíf. Öruggara kynlíf snýr meðal annars að notkun kynsjúkdómavarna og reglulegs heilsueftirlits. Kynsjúkdómum geta fylgt alvarlegir fylgikvillar og þar sem smit eru oft einkennalaus er mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að kynsjúkdómaeftirliti. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa hópnum sem sækir sér þjónustu göngudeildar kynsjúkdóma á Landspítala og kanna hver kynhegðun þess hóps er.
  Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru allir þeir einstaklingar sem komu á göngudeild kynsjúkdóma frá 1. júlí 2019 til 31. desember 2019. Á rannsóknartímabilinu voru 3483 komur frá 3190 einstaklingum. Við komu á göngudeildina svara allir einstaklingar spurningalista um kynhegðun sína og var rannsóknin unnin upp úr þeim gögnum. Fyrir niðurstöður um komur á deildina voru skoðaðar allar komur á tímabilinu en fyrir þær sem snéru að kynhegðun voru aðeins skoðaðar komur frá einstaklingum sem höfðu stundað kynmök og var þeim skipt niður eftir kynhneigð.
  Niðurstöður: Af komunum voru 43,2% frá konum en 56,7% frá körlum. Meðalaldur við komu var 26,4 ár og var yngsti einstaklingurinn 14 ára en sá elsti 71 árs. Meirihluti komanna (74,8%) var frá einstaklingum sem höfðu áður farið í kynsjúkdómatékk. 83,6% karla og 83,0% kvenna höfðu einungis stundað kynmök með gagnstæðu kyni. Hlutfall komna frá einstaklingum sem höfðu haft kynmök við einstakling af sama kyni var svipað milli kynja en þó voru fleiri konur sem höfðu haft kynmök með báðum kynjum. Af þeim komum frá einstaklingum sem höfðu stundað kynmök sögðust 93,0% hafa stundað kynmök um leggöng síðustu 12 mánuðina, 83,4% munnmök og 25,4% stundað endaþarmsmök. Karlar sem höfðu einungis stundað kynlíf með körlum (MSM) var sá hópur þar sem hlutfallslega flestir höfðu stundað endaþarmsmök (88,2%). Konur sem höfðu einungis stundað kynlíf með konum (WSW) var sá hópur þar sem hlutfallslega flestir höfðu stundað kynmök um leggöng (100%) og munnmök (100%). Af komunum voru 41,7% þeirra frá einstaklingum sem höfðu smitast áður af kynsjúkdómi. Við komu merktu 8,1% þátttakenda við það að nota smokkinn alltaf og 10,1% við að nota hann aldrei. Í hópi MSM voru hlutfallslega flestir (20,5%) sem merktu við að nota smokkinn alltaf. Konur sem höfðu eingöngu stundað kynmök með körlum (WSM) var sá hópur þar sem hlutfallslega fæstir (6,9%) merktu við að nota smokkinn alltaf.
  Ályktanir: Flestar komur voru frá einstaklingum undir 30 ára aldri og er það í samræmi við erlendar rannsóknir. Helstu veikleikar rannsóknarinnar niðurstöðurnar töku ekki tillit til þess að sami einstaklingurinn gat komið á deildina oftar en einu sinni á tímabilinu auk þess sem ekki varið tekið tillit til kyngervis. Þar sem líklegt er að fáir utan að landi sæki sér þjónustu göngudeildarinnar eru niðurstöðurnar ekki lýsandi fyrir kynhegðun og kynheilsu allra Íslendinga.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SnaedisInga_BSritgerd.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðhengi.pdf37.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF