is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35640

Titill: 
 • Þekking fullorðinna einstaklinga á Íslandi á áhrifum sogávana á tannheilsu barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Sogþörf og soggeta barna er ein aðalforsenda þess að börn geti tryggt sér næringu með brjósta- eða pelagjöf. Sogþörf barna er mismikil og fyrir sum börn er næringartengt sog ekki nægilega mikið til að svala sogþörfinni. Umframsogþörf er þá oft svalað með sogi sem ekki tengist næringarinntöku, s.s. með snuð- eða fingursogi. Slíkt sog getur, auk þess að svala sogþörf, aukið öryggi og vellíðan barna. Sé slíkur sogávani stundaður af of mikilli áfergju eða óæskilega lengi getur hann hins vegar haft neikvæðar afleiðingar fyrir tann- og munnheilsu, sér í lagi þroska og vöxt kjálkabeina, stöðu tanna og aukið líkur á bitskekkjum.
  Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta þekkingu fullorðinna einstaklinga á Íslandi á áhrifum sogávana á tannheilsu barna.
  Aðferðir: Notast var við megindlega aðferðafræði. Rafrænn spurningalisti var hannaður með forritinu QuestionPro og óskað eftir svörun hans í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Óskað var eftir þátttakendum 18 ára og eldri og vonast eftir snjóboltaúrtaki. Svarkostir voru færðir í reikniforritin Microsoft Excel og SPSS og unnið úr gögnum með lýsandi tölfræði. Niðurstöður voru birtar í texta, töflum og myndum.
  Niðurstöður: Samtals luku 366 einstaklingar við svörun spurningalistans. Konur voru í miklum meirihluta, 85,5% (n = 314) og tæplega helmingur þátttakenda, 47,3% (N = 173), var með háskólapróf. Samkvæmt svörun þátttakenda töldu rúmlega þrír fjórðu hlutar þeirra, 77,8% (n = 285), að sogávani gæti haft áhrif á tannheilsu barna. Tæplega 40% töldu áhrifin geta verið tann- eða bitskekkju og algengast var að þekking þátttakenda um málefnið kæmi frá fjölskyldumeðlimum eða vinum (25,8%).
  Ályktun: Rannsóknin leiddi í ljós að þekking á áhrifum sogávana á tannheilsu barna virðist vera nokkuð góð meðal almennings. Flestum var kunnugt um hvenær æskilegt væri að stöðva sogávana og stór hluti þátttakenda gerði sér grein fyrir að sogávani gæti haft áhrif á tennur, bein og vefi munnholsins. Á hinn bóginn bentu niðurstöðurnar einnig til að bæta mætti áreiðanlega fræðslu til foreldra frá viðeigandi fagaðilum. Hugsanlega væri það hægt með samtvinnuðu átaki tannlækna og annarra heilbrigðisstétta.
  Efnisorð: Tannsmíði, tannheilsa, sogávani, snuð, fingursog.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: All babies are born with the need to suck. This need and the baby’s ability to suck are the main prerequisites for essential nutrition through breast- or bottle-feeding. However, the need for sucking varies between babies and some of them may have to satisfy their extra need with non-nutritive sucking, such as pacifier or digit sucking. In addition to satisfying the need to suck, non-nutritive sucking can provide children with increased safety and well-being. However, if such sucking habits become too extended or prolonged, negative consequences may follow for dental health, mostly in form of disturbances in development and growth of the jaw bones, tooth positions and malocclusion.
  Purpose: The aim of this study was to evaluate the knowledge of adults in Iceland regarding the effect of sucking habits on children’s oral health.
  Methods: Quantitative methodology was used. An online questionnaire was distributed on social media (Facebook), with a link to the software QuestionPro. Participants, aged 18 and older, were requested to participate, with hopes for snowball sampling. Data was collected and analyzed with Microsoft Excel and SPSS. The results are presented in text, charts, and graphs.
  Results: A total of 366 individuals completed the questionnaire. Women were in the vast majority, 85.5% (n = 314), and almost half of the participants, 47.3% (N = 173) had a university degree. According to the responses, over three-quarters of them, 77.8% (n = 285), believe that sucking habits can affect children’s oral health. Almost 40% believe sucking habits can cause malocclusion and most of the knowledge participants had seemed to come from family or friends (25.8%).
  Conclusion: The results indicate that knowledge regarding the effects of sucking habits on children’s oral health seems to be quite good among the general public. Most participants knew at what age the sucking habit needed to end and a large part realized that sucking habits could affect the teeth, bones and tissues of the oral cavity. On the other hand, the findings indicate that education could be needed for parents from professionals. That could be possible through the cooperation of dentists and other health professionals.
  Key words: Dental technology, oral health, sucking habits, pacifier, digit sucking.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaskjalVEJ .pdf934.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf176.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF