en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/35646

Title: 
  • Title is in Icelandic Blóð- og járnhagur kvenkyns blóðgjafa og tengsl við meðgöngu- og fæðingasögu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að kyn, aldur og fjöldi blóðgjafa hafa áhrif á járnbirgðir. Vitað er að járnþörf kvenna eykst á meðgöngu og stór hluti af járnbirgðum móður er nýttur til fósturþroska. Ef konur ná ekki að viðhalda járnbirgðum sínum getur það leitt til járnskorts. Járnskortur á meðgöngu getur leitt til fyrirburafæðinga, lágrar fæðingarþyngdar og fósturláta. Blóðbankinn nýtir ferritínmælingar í sermi sem mælikvarða á járnhag allra nýskráðra gjafa og eftir 2017 hjá öllum heilblóðsgjöfum í Blóðbankanum. Markmið rannsóknarinnar voru; að rannsaka járn- og blóðhag kvenkyns blóðgjafa í Blóðbankanum. Að skoða dreifingu járn- og blóðhags kvenna og tengsl við fjölda fyrri fæðinga og tímalengd frá síðustu fæðingu. Að skoða tíðni járnskorts og blóðleysis með tilliti til sömu breyta.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 10.824 kvenna sem höfðu gefið heilblóð og/eða verið nýskráðar í Blóðbankanum á árunum 1997-2019. Gögn úr Blóðbankanum voru samkeyrð við gögn úr Fæðingaskrá Embættis landlæknis til að fá upplýsingar um meðgöngu- og fæðingasögu. Úr ProSang tölvukerfi Blóðbankans fengust niðurstöður blóðhags og serum ferritínmælinga blóðgjafa. Til að bera saman járnhag milli hópa var notast við meðal ferritíngildi hverrar konu. Járnskortur var skilgreindur sem serum ferritín <15 µg/L. Blóðleysi var skilgreint sem blóðrauði <120 g/L.
    Niðurstöður: Hjá nýskráðum gjöfum mældist ferritín að meðaltali 40,1 ± 49,5 µg/L en hjá virkum gjöfum 28,0 ± 20,2 µg/L (p<0,001). Hjá nýskráðum mældist meðalblóðrauði 136,0 ± 12,9 g/L en hjá virkum blóðgjöfum 134,0 ± 9,4 g/L (p<0,001). Ferritíngildi fóru hækkandi með hækkandi aldri. Hæstu gildin voru hjá 50-65 ára konum hjá virkum (34,1 ± 24,2 µg/L) og nýskráðum (78,6 ± 124,5 µg/L). Ferritíngildi innan hvers aldurshóps voru svipuð eftir því hvort kona fæddi barn eða ekki. Járnskortur var algengari hjá virkum gjöfum (31%) en nýskráðum (11%) (p<0,001). Ferritín- og blóðrauðagildi fóru hækkandi með lengri tíma frá fæðingu fram að blóðgjöf. Alls voru 12,2% kvenna með blóðleysi (blóðrauði <120 g/L) og 25,6% með járnskort (serum ferritín <15 µg/L) einhvern tímann á tímabilinu. Tíðni járnskorts hjá þeim sem ekki fæddu barn (27,5%) var hærri en þeirra sem fæddu barn (25,3%).
    Ályktanir: Tími frá fæðingu að næstu blóðgjöf virðist hafa áhrif á ferritín- og blóðrauðagildi kvenna. Mögulega væri skynsamlegt að lengja lágmarkstíma (nú níu mánuðir) frá fæðingu að næstu heilblóðsgjöf í Blóðbankanum að minnsta kosti þegar ferritíngildi eru lág. Hluti kvenna nær ekki að endurnýja járnbirgðir sínar og járnskortur er algengur meðal kvenna. Einnig gæti járnuppbót og mikil eftirfylgd fyrir konur með lágar járnbirgðir eftir fæðingu bætt heilsu þeirra kvenna.

Accepted: 
  • May 25, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35646


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
stefaníaD_BSritgerð.pdf2.88 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing.pdf297.66 kBLockedDeclaration of AccessPDF