is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35648

Titill: 
 • Lokuísetningar með þræðingartækni við ósæðarlokuþrengslum (TAVI) á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Ósæðarlokuþrengsl er algengasti lokusjúkdómurinn á Vesturlöndunum og hefur hefðbundin meðferð þeirra verið opin hjartalokuskipti með gerviloku. Síðustu ár hefur ósæðarlokuísetning með þræðingartækni (TAVI) rutt sér til rúms. Í upphafi var hún þróuð fyrir óskurðtæka sjúklinga en á síðustu árum hefur TAVI aðgerð í vaxandi mæli verið beitt hjá sjúklingum í minni áhættu. Sjúklingur þarf að vera samþykktur af sérstöku teymi hjarta- og svæfingarlækna áður en hann fær að undirgangast TAVI aðgerð þar sem takmarkaðar aðgerðir eru framkvæmdar á hverju ári. Heildstæður gagnagrunnur um sjúklingahóp og árangur aðgerðanna hefur ekki verið fyrir hendi en markmið rannsóknarinnar var að bæta úr því.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir 152 TAVI aðgerðir sem framkvæmdar voru á Íslandi frá 1. janúar 2014 til 2. apríl 2020. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og gagnagrunni hjartaþræðingardeildar Landspítalans sem tengdur er SwedeHeart gagnagrunninum. Skráðir voru áhættuþættir, fylgikvillar og lifun. Fylgikvillar voru flokkaðir eftir þeim sem komu upp í aðgerð, innan 30 daga frá aðgerð og frá 30 dögum þar til ári frá aðgerð. Einnig voru skráðar niðurstöður hjartaómskoðunar fyrir aðgerð og mánuði eftir hana. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðal eftirfylgd var 2.1 ár og miðast við 5. apríl 2020.
  Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 83 ára (46% konur) og árlegur meðalfjöldi aðgerða 24 (bil 9-37). Alvarlega mæði (NYHA III-IV) höfðu 128 (84.2%) sjúklingar og 38 (25.0%) hrumleika. Alls höfðu 29 (19.1%) sjúklingar farið áður í opna hjartaaðgerð og 47 (30.9%) í kransæðavíkkun. Hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna fyrir aðgerð var að meðaltali 78 (± 23) mmHg og meðal þrýstingsfallandi 48 (± 15) mmHg. Helmingur sjúklinga voru með eðlilegt útfallsbrot vinstri slegils (>50%) og 8 (5.3%) höfðu verulega samdráttarskerðingu (<30%). Eftir aðgerð var hámarks þrýstingsfallandi að meðaltali 14 (± 7.8) mmHg, 117 (77.0%) höfðu eðilegt útfallsbrot (>50%) og 3 (2.0%) verulega skertan samdrátt (<30%). Vægan randstæðan leka höfðu 115 (75.7%) sjúklingar en einungis einn (0.7%) hafði mikinn leka. Í 33 (21.7%) tilfellum komu upp fylgikvillar í aðgerð, flestir minniháttar en nokkrir alvarlegir eins og rof á hjarta (1.3%), hjartaþröng (3.3%) og heilablóðfall (0.7%). Einni aðgerð (0.7%) þurfti að breyta brátt í opna hjartaaðgerð. Alvarlegir skammtíma fylgikvillar voru rof á hjarta (0.7%) og heilablóðfall (2.6%). Tíðni langtíma fylgikvilla var lág: heilablóðfall (1.3%), hjartaþelsbólga (0.7%) og versnandi hjartabilun vegna mikils randstæðs gervilokuleka (0.7%). Alls þurftu 38 (25%) sjúklingar ísetningu varanlegs gangráðs eftir aðgerðina. Þrjátíu daga dánartíðni var 2.0% (n=3/152) en eins árs lifun var 92.2% (95% ÖB: 87.9-96.8) og tveimur árum frá aðgerð 81.3% (95% ÖB: 74.3-88.8).
  Ályktanir: TAVI aðgerðum hefur fjölgað verulega á Íslandi og er árangur sambærilegur eða ívið betri en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Þrjátíu daga dánartíðni var lág (2%) og langtímalifun mjög góð þar sem 92.1% sjúklinga voru á lífi ári frá aðgerð- sem telst góð lifun í erlendum samanburði og þegar tekið er tillit til hás aldurs sjúklinganna. Tíðni alvarlegra fylgikvilla var lág en þörf á ísetningu varanlegs gangráðs var í hærra lagi.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
katrinjunianaL_BSritgerd.pdf3.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf469.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF