is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35650

Titill: 
 • Tíðni og afleiðingar hjartadreps í eða eftir kransæðahjáveituaðgerð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Hjartadrep í eða eftir aðgerð (perioperative myocardial infarction) er flokkað með alvarlegum snemmkomnum fylgikvillum kransæðahjáveituaðgerðar en áhrif þess á horfur sjúklinga eru óljós. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif hjartadreps á aðra fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 1446 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2002-2018. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarskýrslum en sjúklingum sem lagðir voru inn með hjartadrep fyrir aðgerðina voru útilokaðir. Hjartadrep var skilgreint skv. alþjóðlegum skilmerkjum (WHO) þ.e. tíföld hækkun á efri mörkum hjartavísinum TnT, en einnig tíföld hækkun á CK-MB, ásamt nýjum óeðlilegum Q-bylgjum og/eða vinstra greinrofi. Sjúklingar sem fengu hjartadrep í tengslum við aðgerð voru bornir saman við sjúklinga án hjartadreps (viðmiðunarhóp) hvað varðar snemmkomna fylgikvilla og 30 daga dánartíðni. Eftirfarandi langtíma fylgikvillar voru sérstaklega skoðaðir; hjartaáfall, heilablóðfall, hjartaþræðing með eða án ísetningu stoðnets en einnig endur-hjáveituaðgerð og dauði og þeir teknir saman í sameiginlegan endapunkt, MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular events). Langtímalifun og MACCE-frí lifun voru síðan áætlaðar með aðferð Kaplan-Meiers en meðal eftirfylgdartími var 8,4 ár og miðast við 31. desember 2018.
  Niðurstöður: Alls fengu 78 (5,4%) sjúklingar hjartadrep (bil: 0-15,5%) og lækkaði tíðnin marktækt yfir rannsóknartímabilið. Í hjartadrepshópi höfðu marktækt fleiri þriggja æða sjúkdóm og/eða vinstri höfuðstofnsþrengsli (98,7% sbr. 67,9%) og hlutfall sjúklinga með alvarleg blóðþurrðar einkenni var hærra (80,8% sbr. 64,9%). Hæsta meðalgildi CK-MB í hjartadrepshópi var 170,2 116,8 sbr. 22,4 16,2 (p<0,001) og fyrir TnT 3952 6027 sbr. 501 353 (p<0,001). Tíðni snemmkominna fylgikvilla var hærri í hjartadrepshópi og þar af var lungabólga algengust (15,4% sbr. 5,2%) og fleiri þeirra þurftu ósæðardælu (IABP) (9% sbr. 1,7%). Hlutfall sjúklinga sem létust innan 30 daga frá aðgerð var 11,5% í hjartadrepshópi en 0,4% í viðmiðunarhópi (p<0,001). Einnig reyndist marktækur munur á MACCE-frírri lifun (69,2% sbr. 84,7% við 5 ár, p=0,01). Hins vegar reyndist 5 ára heildarlifun ekki breytileg milli hópa.
  Ályktanir: Sjúklingar sem fá hjartadrep í eða eftir kransæðahjáveituaðgerð hafa hærri tíðni snemmkominna fylgikvilla og verri 30 daga lifun. Ef sjúklingar lifa fyrsta mánuðinn eftir aðgerð eru horfur sambærilegar og hjá þeim sem ekki fá hjartadrep.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sunnaRH_BSritgerd.pdf1.3 MBLokaður til...31.05.2021HeildartextiPDF
scan (2).pdf469.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF