is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/35656

Titill: 
 • Faraldsfræði briskrabbameins á Íslandi 2010-2014
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Krabbamein í brisi er sjúkdómur með afar slæmar horfur. Krabbamein í brisi er um 2% allra greindra krabbameina á Íslandi en er fimmta algengasta dánarorsök vegna krabbameina. Skortur á einkennum er ein af ástæðum hárrar dánartíðni. Þegar einkenni eru komin fram er meinið oftast nær orðið illviðráðanlegt og lífslíkur sjúklinga afar takmarkaðar við greiningu. Þrátt fyrir miklar framfarir í greiningu og lyfjaþróun á síðustu árum er skurðaðgerð enn eina mögulega lækningin. Kirtilmyndandi krabbamein (e. adenocarcinoma) eru 85-90% krabbameina í brisi og eru því aðaláherslan í þessari rannsókn.
  Efniviður og aðferðir
  Rannsóknin er afturskyggn faraldsfræðirannsókn og tekur til einstaklinga sem greindust með briskrabbamein á tímabilinu 1.1.2010-31.12.2014. Listi yfir einstaklinga sem greindust með krabbamein í brisi var fenginn hjá Krabbameinsskrá Íslands. Einungis einstaklingar sem voru með greiningu um kirtilmyndandi krabbamein (e. adenocarcinoma) í brisi voru með í rannsókninni. Niðurstöðurnar voru bornar saman við niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem Sara B. Jónsdóttir et al gerðu fyrir tímabilið 1998-2009 (Jonsdottir et al., 2017).
  Niðurstöður
  Heildarfjöldi greininga á tímabilinu var 243, þar af voru 142 með kirtilmyndandi krabbamein, 80 karlar og 62 konur. Nýgengi kirtilmyndandi krabbameina á tímabilinu var 8,9 per 100.000 persónuár. Meðalaldur við greiningu var 67 ár hjá körlum og 70 ár hjá konum. Alls voru 64% með staðfest meinvörp við greiningu en 12% sjúklinga taldir með skurðtæk mein. Samtals 17/142 (12%) sjúklinga gengust undir brisnám að hluta eða heild á tímabilinu og 6% sjúklinga var ekki treyst í aðgerð vegna annarra undirliggjandi veikinda eða aldurs.
  Sex mánaða lifun sjúklinga á tímabilinu var 46% en 37,5% í fyrri rannsókn (p=0,1415), 12 mánaða lifun 25,3% vs. 19,9% (p=0,1406) og 5 ára lifun 4,9% vs. 0,9% (p=0,03) (log-rank test).
  Ályktanir
  Nýgengi briskrabbameins helst svipað milli ára. Briskrabbamein heldur áfram að vera sjúkdómur eldra fólks og hækkar nýgengi uppúr fimmtugu. Ekki var marktækur munur á 6 og 12 mánaða lifun en 5 ára lifun sýndi marktækt betri horfur. Horfur einstaklinga sem greinast halda þó áfram að vera slæmar. Framfarir í myndgreiningu og lyfjameðferðum á síðustu árum eiga líklega þátt í betri horfum sjúklinga, stærra hlutfall sjúklinga fóru í lyfjameðferð á tímabilinu í samanburði við við fyrra tímabil.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Faraldsfraedi_briskrabbameins_a_Islandi_2010-2014.pdf891.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf40.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF