is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35657

Titill: 
 • Unglingavæn kynheilbrigðisþjónusta: Einkennandi þættir. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Á heimsvísu eru vandamál tengd kynheilbrigði ein ástæða hárrar dánartíðni og sjúk-dóma meðal ungs fólks. Miklu máli skiptir að sporna við þessum vanda með því að greina þarfir ung-menna fyrir kynheilbrigðisþjónustu.
  Tilgangur og markmið: Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvað felst í unglingavænni kyn-heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að skoða sérstaklega sjónarmið ungmenna og hvernig staðið er að þjónustunni.
  Aðferð: Gerð var fræðileg samantekt og heimilda aflað með leit í gagnabankann PubMed. Við heimildaleit voru aðeins valdar greinar á ensku og íslensku sem birtust á árunum 2009-2020 og þátttakendur voru aðeins unglingar (10-19 ára) og ungmenni (15-24 ára). Valdar voru eigindlegar og megindlegar rannsóknir.
  Niðurstöður: Alls voru skoðaðar tíu rannsóknir af þeim sem uppfylltu inntökuskilyrði. Niðurstöður voru nokkuð samhljóma. Þeir þættir sem einkenna unglingavæna kynheilbrigðisþjónustu eru m.a. aðgengi, umhverfi, skipulag, trúnaður, viðhorf, framkoma og þjálfun starfsfólks. Ungmenni vilja að trúnaður og einkalíf þeirra sé virt, að opnunartími kynheilbrigðisþjónustunnar henti þeim á þann hátt að þau geti nýtt sér hana og einnig sinnt skóla, biðtími eftir viðtali sé ekki of langur og að starfsfólk sé vingjarnlegt og hjálpsamt. Mikilvægt er að starfsfólk leggi til hliðar sínar eigin skoðanir og gæti þess að huga að framkomu og viðhorfi gagnvart ungmennum.
  Umræður/ályktun: Miklu máli skiptir að bjóða upp á aðgengilega kynheilbrigðismóttöku fyrir ung-menni. Ryðja þarf hindrunum úr vegi og gæta þess að ungmenni taki virkan þátt í mótun þjónustunnar. Starfsfólk þjónustunnar gegnir lykilhlutverki en þarf að fá viðeigandi menntun og þjálfun til að veita ungmennum slíka þjónustu.
  Lykilorð: Unglingar, unglingavæn þjónusta, kynheilbrigðisþjónusta, heilbrigðisstarfsfólk

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Reproductive health problems around the world are one of the causes of high mortality and morbidity rates among young people. It is very important to counteract this problem by analysing the needs of young people for sexual- and reproductive health services.
  Purpose and aim: The purpose of this literature review is to study what factors characterize youth friendly sexual- and reproductive health services. The aim is to look into the perspectives of young people and how the services is provided.
  Method: A literature review was carried out by searching for studies in the data bank PubMed. Only articles in English and Icelandic were chosen, published from 2009 to 2020 with only adolescent (10-19 year old) or youth (15-24 year old) as participants. Quantitative and qualitative studies were selected.
  Results: In total, ten studies fulfilled the selection requirements. Their results were similar. The factors symbolising youth friendly reproductive health service are among others access, environment, administration, confidentially, attitude, conduct and training of staff. The youth wants confidentiality and that their privacy is respected, that the opening hours of the service fit them so they can also attend school, that the waiting time for an interview is not too long and that the staff is friendly and supportive. The staff should save their personal opinions to themselves and make sure to consider their conduct and attitude towards the youth.
  Conclusion: It is important to offer accessible sexual- and reproductive healthcare services for youth. Hindrances must be overcome and guarenteed that the youth can actively shape the service. The staff plays a key role but must have relevant education and training for providing such services to youth.
  Keywords: Adolecent, youth-friendly services, sexual- and reproductive health services, health care professionals

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Unglingavæn kynheilbrigðisþj.skemmuskjal.pdf533 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg56.29 kBLokaðurYfirlýsingJPG