is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35658

Titill: 
 • Ákvörðun um fæðingarstað: Ákvörðun kvenna
 • Titill er á ensku Decision about a birthplace: Women's decision
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Stór meirihluti kvenna á Íslandi kjósa að fæða barn sitt á Landspítala þrátt fyrir að fleiri kostir standi þeim til boða og sýnt hefur verið fram á öryggi þess að fæða utan spítala fyrir heilbrigða konu í eðlilegri meðgöngu. Hérlendis og víða annars staðar eru heimafæðingar eða fæðingar á ljósmæðrastýrðum einingum ekki algengar en margt bendir til að almennt viðhorf í samfélaginu sé að breytast og umræðan um val á fæðingarstað sé orðin meiri og opnari en áður var.
  Tilgangur: Að kanna hvað hefur áhrif á ákvarðanatöku um val á fæðingarstað, hversu vel upplýstar konur eru um þá kosti sem eru í boði og hvaðan upplýsingarnar eru að koma sem konur byggja ákvörðun sína á.
  Aðferð: Þetta verkefni er fræðileg samantekt sem byggir á leit í gagnabanka PubMed að rannsóknum þar sem fjallað er um val á fæðingarstað og ákvörðunartöku kvenna. Sett voru þau skilyrði að rannsóknirnar væru ekki eldri en frá árinu 2005, birtar á ensku ásamt því að vera frá Bretlandi, Ástralíu, Nýja- Sjálandi, Skandinavíu, Kanada, Hollandi og Íslandi. Notast var við PRISMA flæðirit til að sýna val á niðurstöðugreinum.
  Niðurstöður: Alls voru 13 rannsóknir sem stóðust inntökuskilyrðin. Helstu niðurstöður benda til þess að það sem liggur á bak við ákvörðun kvenna um fæðingarstað sé öryggistilfinning, traust gagnvart sjálfri sér, ljósmæðrum og heilbrigðiskerfinu, viðhorf til fæðinga og fyrri reynsla, bæði eigin og einhvers nákomins. Niðurstöður benda til þess að upplýst val virðist vera einn lykilþáttur í ákvarðanatöku en erfitt var að meta hversu vel konur eru upplýstar um valkosti. Upplýsingar virðast koma að mestu frá
  ljósmóður, vinum og ættingjum en einnig af námskeiðum, bókum, fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.
  Ályktun: Erfitt var að meta hversu vel konur voru upplýstar um þá valkosti sem þær höfðu og þyrfti því mögulega að skoða þennan þátt betur til að átta sig á fræðsluþörf barnshafandi kvenna. Einnig væri vert að skoða hvernig hægt sé að stuðla að auknu sjálfsöryggi kvenna gagnvart fæðingu og auka áherslu á fæðingu utan spítala.
  Lykilorð: Fæðingarstaður, ákvarðanartaka, upplýst val, fræðsla og öryggi

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The majority of women in Iceland choose to give birth in Landspítali, The National University Hospital, even though there are other options and the safety of birthing outside hospitals has been proven for a healthy woman in a normal pregnancy. Here and in many other countries, home births and births in midwifery led units are quite rare but the sentiment is that the attitude towards it is changing and the discussion is becoming more open regarding the choice of birthplace.
  Purpose: To explore what affects the decision making when choosing a birthplace, how well women are informed about their options and where they gather the information for their decision making.
  Method: This assignment is a literature review of research articles from the database PubMed which discussed the birthplace choice and women's decision making. Admission requirements were that the research articles should not be older than from the year 2005, published in English and being from the UK, Australia, New-Zealand, Scandinavia, Canada, the Netherlands and Iceland. PRISMA flow chart was used to show the systematic search for articles.
  Results: 13 research articles met the inclusion criteria. The main results indicate that what affects women‘s decisions when choosing a birthplace is a feeling of security, trust towards herself, midwife and the healthcare system, her sentiments towards birthing and prior experiences. Which includes her own experiences and the experiences from someone close to them. The results indicate as well that informed choice is a key factor for decision making but it was hard to evaluate how well the women were informed about different choices. The information seemed to come mostly from midwives, friends and family, birth preparation courses, books, news media and social media.
  Conclusion: It was difficult to evaluate how well the women were informed about the different birthplaces, so it would be valid to look further into this aspect to better understand the need of education for pregnant women. As well as looking into how it is possible to encourage women‘s self esteem towards birthing and emphasize more on giving birth outside of the hospital.
  Keywords: Birthplace, decision making, informed choice, education and security.

Samþykkt: 
 • 25.5.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/35658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ákvörðun um fæðingarstað. Ákvörðun kvenna.pdf601.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-GMB-og-ISE.pdf317.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF