Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3565
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna með hvaða hætti íþróttir hafa verið nýttar í íslenskri þróunarsamvinnu og að skyggnast inn í reynsluheim þeirra aðila sem áður hafa nýtt íþróttir í íslenskri þróunarsamvinnu. Áhersla er lögð á íslenska þróunarsamvinnu og íþróttir í þessari ritgerð því ekki hefur verið gerð rannsókn á efninu áður og viðfangsefnið er nær óplægður akur hjá íslenskum þróunaraðilum. Ritgerðin byggir á víðum rannsóknargrundvelli og er lögð áhersla á opin og hálfstöðluðu viðtöl í rannsókninni. Ég fjalla um aðdráttarafl íþrótta og hvernig hægt er að nýta þær til jákvæðrar menntunar og þroska barna og unglinga. Ég set spurningarmerki við að einfalt samband sé á milli íþróttaiðkunar og jákvæðrar menntunar og þroska barna og unglinga. Ég skoða hugmyndir varðandi þróun í samhengi við íþróttaþróunarverkefni. Eins og margir fræðimenn held ég því fram að íþróttir geti haft jákvæð áhrif á þroska og menntun barna í þróunarlöndum við ákveðnar aðstæður. Með því að tengja fræðilega umfjöllun við reynslu og hugmyndir íslenskra aðila sem hafa nýtt íþróttir í þróunarsamvinnu stuðlar rannsókn þessi að skilningi á því hvaða þættir þurfa að vera til staðar við farsæla uppsetningu íþróttaþróunarverkefna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð Lárus Jónsson_pd_fixed.pdf | 492,32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |