is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35661

Titill: 
  • Ávinningur ThorIce krapakælitækni: Innleiðing tæknilausna í kjúklingavinnslu
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins er vandamál sem kjúklingaiðnaðurinn stendur víða frammi fyrir og birtist í tíðum matarsýkingum af völdum Campylobacter og annarra örvera sem eru algengar í kjúklingum. Unnið er með rannsóknarspurninguna: Hvort er hagkvæmara að auka kæligetu í kjúklingasláturhúsi með því að fjárfesta í ThorIce búnaði, eða að fjárfesta í stækkun frystiklefa? Til að skilja vandamálið betur er skoðuð kjötframleiðsla og áhersla lögð á kjúklinga-framleiðslu sem verður um 134 milljónir tonna á heims vísu og 9.600 tonn á Íslandi, á árinu 2020. Áætlað er að 9,2 milljónir manna sýkist árlega af Campylobacter í ríkjum Evrópusambandsins og um 6,2 milljón manns af völdum Salmonella. Matarsýkingar eru risastórt vandamál og hertar reglur Evrópusambandsins vitna um það. Kjúklingaiðnaðinn vantar lausn á vandamálinu, en rót þess virðist mega rekja til sláturhúsa og ónógrar kælingar. Hér kemur til kasta samstarfsfyrirtækis við verkefnið, en ThorIce hefur um nokkurra ára bil og með stuðningi frá Rannís og Evrópusambandinu, unnið að hönnun og þróun á tækni til að kæla kjúklinga með krapa í sláturferli í kjúklingasláturhúsi. Rannsóknir í sláturhúsum sem nota krapakælingu ThorIce benda til að Campylobacter hverfi að mestu og heildarfjöldi örvera lækki verulega. Með hluttfallslega lítilli fjárfestingu í tæknibúnaði ThorIce virðist nást mikill árangur í baráttunni við örverur. Ekki nóg með það, útreiknuð bein arðsemi af fjárfestingunni er mjög há. Með innleiðingu ThorIce tækni virðast fara saman miklir hagsmunir neytenda og kjúklingaframleiðenda, ásamt því að löggjafinn og eftirlitsstofnanir fái góða að stoð við að ná settum markmiðum.

Samþykkt: 
  • 25.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35661


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman - MS HÍ eyðublað skráning.pdf559.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS Ávinningur ThorIce krapakælitækni.pdf5.12 MBLokaður til...31.12.2030HeildartextiPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað í 10 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.