Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35663
Rannsóknin varpar ljósi á einkenni vinnustaðamenningar hjá Landsbankanum og skoðað er sérstaklega hvar veikleikar og styrkleikar í vinnustaðamenningunni liggja. Einnig er gerður samanburður við eldri rannsóknir. Til að svara rannsóknarspurningum er stuðst við Denison módelið sem byggir á megindlegri rannsóknaraðferð og rafrænan spurningalista sem kenndur er við Daniel R. Denison (e. Denison Organizational Culture Survey). Alls svöruðu 376 könnuninni sem er 42% starfsfólks. Niðurstöður sýna að hjá Landsbankanum ríkir sterk menning, ríkar hefðir og sameiginleg gildi. Landsbankinn er með skýra stefnu sem virðist ofarlega í huga starfsfólks sem er tilbúið að fylgja henni. Bankinn setur sér markmið sem eru vel kynnt og samstaða og skilningur er um. Vel er hugað að siðareglum sem nýttar eru til að greina á milli þess sem er rétt og rangt. Í þeim þremur víddum, þar sem bankinn fékk áberandi lægri einkunnir, voru undirvíddirnar samhæfing og samþætting, vilji til breytinga og áhersla á þarfir viðskiptavina. Starfsfólk upplifir að samvinnu skorti og að ekki sé hvatt til samvinnu milli ólíkra eininga. Sýn á hlutina milli sviða er ólík og ósamræmi viðrist vera milli markmiða ólíkra sviða. Bankinn er ekki að ýta nægilega undir nýsköpun og áræðni starfsfólks og hlusta mætti betur á tillögur og óskir viðskiptavina. Bankinn er með langa sögu og hefur farið í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Þegar rannsakandi bar niðurstöður saman við eldri rannsóknir sem gerðar voru í Landsbankanum árin 2008 og 2012 kom í ljós að margt í niðurstöðum var sambærilegt.
The objective of this Master’s dissertation is to research the characteristics of Landsbankinn’s corporate culture, analysing its strengths and weaknesses. The dissertation also presents a comparison with previous research. The thesis question is approached by way of the Denison Organizational Culture Survey, a quantitative method and electronic questionnaire introduced by Daniel R. Denison. The questionnaire was sent to all Landsbankinn employees in January 2020. Respondents numbered 376, representing 42% of total employees. The results show that Landsbankinn has a strong corporate culture, rich traditions and shared values. Landsbankinn has a clear strategy, well understood by employees who are motivated to follow it. The Bank sets goals which management presents in detail and about which there is unity and appreciation. Prominence is given to ethical guidelines used as tool to differentiate between right and wrong. The Bank scored noticeably lower in three related drivers, namely coordination & integration, will to change, and emphasis on customer needs. Employees feel that there is a lack of cooperation and encouragement to cooperate across departments. Departments have disparate visions and coordination and cooperation across departments shows room for improvement. Goals seem to differ between departments. The Bank does not encourage innovation and enterprise in employees to a high enough degree and could do a better job of listening to customers’ suggestions and wishes. The Bank has a long operating history and has undergone comprehensive changes in recent years. A comparison with previous research undertaken in Landsbankinn in 2008 and 2012 showed several parallels between the results.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
fyrir safnið.jpg | 1.95 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG | |
GÓH-MS2020 - Loka.pdf | 2.6 MB | Lokaður til...20.05.2025 | Heildartexti |
Athugsemd: Verkefnið er lokað í 5 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar.