is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35664

Titill: 
  • Að halda andliti: Áhrifastjórnun opinbera afsökunarbeiðna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Manneskjan er félagsvera og samfélög grundvallast á því að samskipti gangi vel og séu trúverðug. Félagsfræðingurinn Erving Goffman skoðaði táknræn samskipti og bjó til kenningar um hversdagleg samskipti. Hann taldi að samskipti einstaklinga væru í flestum tilfellum miðuð að því að beita áhrifum og koma að jákvæðri ímynd á sjálfum sér á framfæri, að fólki líki vel við sig. Góð leið til þess að stjórna viðhorfum annara er að biðjast afsökunar þegar að mistök hafa verið gerð. Þegar mistök eru opinber og gerð af opinberum persónum þarf að biðja opinberlega afsökunar til þess að ná stjórn á viðhorfum annara. Hér verður farið yfir fimm íslenskar og fimm bandarískar opinberar afsökunarbeiðnir og þær skoðaðar í samhengi við kenningar Erving Goffman um áhrifastjórnun og hvernig hin fullmótaða afsökunarbeiðni þarf að líta út. Karlmenskuhugmyndir og orðræða hverrar opinberu persónu fyrir sig eru metnar út frá fyrri rannsóknum um afsökunarbeiðnir, orðræðu afsökunarbeiðna og kannað hvort að kenningar um áhrifastjórnun komi heim og saman við þessar opinberu afsökunarbeiðnir. Kenningar Erving Goffman um áhrifastjórnun og hvernig best sé að biðjast afsökunar á því að gengið var gegn því sem að talið er eðlileg hegðun. Aðalniðurstöður rannsóknarinnar eru, að opinberar afsökunarbeiðnir geta verið misvel heppnaðar. Íslensku afsökunarbeiðnirnar sem skoðaðar voru birtust á Facebook. Af þeim var afsökunarbeiðni Gunnars Braga Sveinssonar hvað minnst í samræmi við fyrri kenningar og rannsóknir á afsökunarbeiðnum, auk þess á skjön við kenningar Ervings Goffman um fullmótaða afsökunarbeiðni. Hinsvegar var afsökunarbeiðni Ástu Guðrúnar Helgadóttur í góðu samræmi við fyrri rannsóknir og telst vel heppnuð. Í Bandarísku afsökunarbeiðnunum sem teknar voru fyrir var afsökunarbeiðni Kevin Spacy lökust, því ábyrgð og einlægni vantaði. Afsökunarbeiðni Louis C.K. var hinvegar vel heppnuð og ítarleg. Afsökunarbeiðni hans var í samræmi við kenningar og rannsóknir þessarar greinar, varðandi hvað þarf að koma fram þegar beðið er afsökunar.

Samþykkt: 
  • 25.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Anna Elísabet Sölvadóttir.pdf446.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing-pdf.pdf250.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF